#
×
041 - Tungumálakóði (Language Code) (R)

Sviðið er notað ef greina þarf fleiri tungumál en í 008 / 35-37 þegar um er að ræða þýdd verk, viðfang á tveimur eða fleiri tungumálum og ef viðfang inniheldur útdrátt eða hluti viðfangsins er á öðru tungumáli en aðalhlutinn. Skýring er sett í 546 ef þörf krefur. Ekki eru settar inn athugasemdir í svið 546 sem eiga við deilisvið $$d og $$h


Vísar

Fyrri vísir
0 Viðfangið er ekki þýðing / inniheldur ekki þýðingu 
0 Söngrödd á fleiri en einu tungumáli
0 Talað mál á fleiri en einu tungumáli
1 Viðfangið er þýðing / inniheldur þýðingu
1 Notað ef skjátexti kvikmynda er ekki á frummáli og ef efni er talsett

Síðari vísir
# Óskilgreindur


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Kóði fyrir tungumál viðfangs (Language code of text/sound track or separate title) (R)
$$b Kóði fyrir tungumál útdráttar ef annað en tungumál aðalhluta (Language code of summary or abstract) (R)
$$d Kóðar fyrir talað mál / söngrödd í stafrófsröð (Language code of sung or spoken text) (R)
$$h Kóði fyrir frummál, ekki millimál sem þýtt er úr (Language code of original) (R)
$$k Kóði fyrir millimál þýðingar - eingöngu notað fyrir íslenskt efni (Language code of intermediate translations) (R)
$$e Kóði fyrir libretto, t.d. texti óperu, óperettu (Language code of librettos) (R)
$$g Kóði fyrir fylgiefni, t.d. bæklingur og annað laust fylgiefni, ath. á einnig við um formála (Language code of accompanying material other than librettos and transcripts) (R)
$$j Kóði fyrir skjátexta (Language code of subtitles) (R)


Dæmi

Þýðingar - viðfang á íslensku, þýtt úr norsku
008 - sæti 35-37 = ice
041 1# $$a ice $$h nor
546 ## $$a Á frummáli: Hudløs himmel

Viðfang á íslensku, þýtt úr þýsku og frumtextinn fylgir með
008 - sæti 35-37 = mul
041 1# |a ice |a ger |h ger
546 ## |a Á frummáli: Die Verwandlung
546 ## |a Texti á íslensku og þýsku

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Tungumálakóðarnir mul og und
Tungumálakóðinn mul = mörg tungumál. Ef tungumálakóðinn mul er settur í svið 008 þarf alltaf að gera frekari grein fyrir tungumálum viðfangs í sviði 041.
Tungumálakóðinn und = tungumál óþekkt.

Orðabækur
Ef um er að ræða orðabækur á íslensku og öðru tungumáli er erlenda tungumálið kóðað í 008 og fremst í 041. Ef orðabók er á tveimur eða fleiri erlendum tungumálum er tungumálið sem við getum hugsað fjær / fjærst okkur kóðað í 008 og fremst í 041, aðrir kóðar í stafrófsröð.

041 á ekki að nota:
Þegar um eitt tungumál er að ræða og viðfang er án fylgiefnis
Þegar um eitt tungumál er að ræða og fylgiefni er á sama máli og viðfang (engin þýðing)
Þegar nótur eru án söngs og án fylgiefnis


Kvikmyndir

Kóða skal öll tungumál sem koma fram á viðfangi.
041 0# skal notað ef fleiri en eitt tungumál er talað í kvikmyndinni og ekkert þeirra er þýðing.

$$a sá tungumálakóði sem notaður var í 008, auk þess skal kóða öll önnur tungumál sem töluð eru (að einhverju ráði) í kvikmyndinni. Jafnframt skal geta allra þeirra auka hljóðrása sem fylgja (endurtakist að vild).
$$h uppruna tungumál, það er það tungumál sem leikararnir töluðu við upptökur kvikmyndar, eða tungumál upprunalegra innskotstexta (e. Intertitles).
$$j þau tungumál sem birtast í rituðu máli, það er skjátextar, innskotstextar og textavarpstextar (e. closed captioning).

Jafnt vægi tungumála í kvikmynd
Ef vægi tungumála er jafnt, fer tungumálakóðinn mul í svið 008 og í sviði 041 er $$a endurtekið fyrir hvert tungumál. Kóðarnir raðast í stafrófsröð.

Kvikmynd á fleiri en sex tungumálum
Þá má setja kóðann mul í svið 008 og í sviði 041 kemur fyrst tungumálakóðinn fyrir fyrsta titil gagns og svo tungumálakóðinn mul.

 

 

Síðast breytt: 12.04.24