#
×

Höfundur: hallfridurk
Oct 7, 2022

Rétt eins og í gamla Gegni ætlum við að halda okkur við eina bókfræðifærslu fyrir hvert birtingarform.
 
Ef þið rekist á að komnar séu tvær eða fleiri færslur fyrir sama viðfang, viljum við á Landsbókasafni (gegnir@landsbokasafn.is) gjarnan vita af því.

Til að byrja með sjáum um að sameina færslurnar og passa upp á að allar forða- og eintakafærslur tengist einni og sömu bókfræðifærslunni.

Höfundur: hallfridurk
Sep 30, 2022

Við minnum á að allir sem hafa skráningarheimild í Gegni eiga og verða að vera á póstlistanum Vöndu. Það er sá vettvangur sem notaður er til að koma mikilvægum upplýsingum um skráningu í nýja kerfinu á framfæri. Þangað má einnig beina inn alls kyns spurningum og athugasemdum sem þið kunnið að hafa varðandi skráningu í Ölmu. Vinasamlegast athugið hvort þið eruð ekki örugglega áskrifendur og skoðið stillingar og síur á þeim pósthólfum sem þið notið. Oft vill listapóstur enda í ruslahólfinu eða öðrum hólfum sem flokka burt fjöldapóst. 

Höfundur: hallfridurk
Sep 23, 2022

Svið 039 virkar ekki sem skyldi í Ölmu.  

Til þess að bregðast við því þurfum við að taka upp nýtt staðbundið marksvið: 939 fyrir Íslenska útgáfuskrá og alla þá kóða sem áttu heima í 039

Vísar, deilisvið og allar leiðbeiningar um notkun haldast óbreyttar að sinni

 

Leiðbeiningar í Handbók skrásetjara hafa verið uppfærðar og dæmasafni verður bætt við bráðlega.

Sameiginlegu *stjörnumerktu færslusniðin í skráningarviðmótinu hafa einnig verið uppfærð. 

Ef þið hafið vistað eigin færslusnið sem inniheldur svið 039, miðlægt eða í persónulegu möppunum ykkar þarf að uppfæra þau í samræmi við þessar breytingar.

 

Allar upplýsingar sem nú þegar eru í sviði 039 verða afritaðar yfir í svið 939, þannig að engin gögn tapast við þessar breytingar.

Á næstu dögum má búast við að kerfið gefi villumeldingu ef þið reynið að vista færslur sem inniheldur svið 039

Síðast breytt: 12.05.22