Færslunúmer í nýja Gegni (MMSid eða metadata management system id) eru mismunandi eftir safnakjörnum.
Færslunúmer færslunnar í bókfræðigrunni (landskjarna) er númerið sem er vistað í sviði 001 í bókfræðifærslunni ef hún er opnuð í lýsigagnaritli eða ef full færsla er skoðuð.
Það númer endar alltaf á 6886 og er leitarbært í öllum safnakjörnum.
Þegar þið hins vegar skoðið leitarniðurstöður og stuttar færslur, birtir kerfið færslunúmer sem á aðeins við safnakjarnann ykkar, en er ekki leitarbært í öðrum safnakjörnum.
Rétt eins og í landskjarna, enda númer safnakjarnanna alltaf á tilteknu 4 tölustafa númeri:
6887 – Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
6888 – Listaháskóli Íslands
6889 – Háskólinn í Reykjavík
6890 – Heilbrigðisvísindasöfn
6891 – Háskólar landsbyggðarinnar
6892 – Grunnskólar
6893 – Almenningsbókasöfn
6894 – Stjórnsýslu- og sérfræðisöfn
6895 - Framhaldsskólar
Þegar við þurfum að ræða saman milli safnakjarna, um stakar færslur (t.d. á Vöndu eða öðrum vettvangi) er mikilvægt að nota landskjarnanúmer færslunnar.
Pólski bókfræðigrunnurinn NUKAT er nú orðinn aðgengilegur skrásetjurum Gegnis fyrir færsluveiðar.
Búið er að stilla kerfið þannig að ýmsar lagfæringar keyrast sjálfkrafa á innfluttar færslur, en skráningarsérfræðingar á Landsbókasafni (Gegnir@landsbokasafn.is) taka gjarnan við ábendingum frá ykkur ef þið verðið vör við kerfisbundnar villur eða frávik í færslum frá NUKAT eða öðrum söfnum sem þið notið við færsluveiðar.
Rétt eins og í gamla Gegni ætlum við að halda okkur við eina bókfræðifærslu fyrir hvert birtingarform.
Ef þið rekist á að komnar séu tvær eða fleiri færslur fyrir sama viðfang, viljum við á Landsbókasafni (gegnir@landsbokasafn.is) gjarnan vita af því.
Til að byrja með sjáum um að sameina færslurnar og passa upp á að allar forða- og eintakafærslur tengist einni og sömu bókfræðifærslunni.