Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Nýtt

Á Fræðslufundi skrásetjara sem haldin var 10. maí voru kynntar breytingar í efnisorðanotkun við skráningu á barnabókum.
Efnisorðið Barnabókmenntir (skáldverk) verður nú notað í staðinn fyrir efnisorðið Barnabækur.
Vísað er frá Barnabækur í Barnabókmenntir (skáldverk) en bæði efnisorðin gefa sömu leitarniðurstöður.
Hugmyndir og ábendingar varðandi efnisorðagjöf og skráningu á barna- og unglingabókum sendist á kristinlilja@landsbokasafn.is.
Hægt er að nálgast glærur frá fundinum hér en þær eru líka að finna hægra megin í handbókinni undir Fróðleikur > Fundir, námskeið og upptökur.
Einnig má finna í handbókinni heil dæmi um skráningu á barnabókum.

 

 

Uppfærsla handbókarinnar (10.05. 2019)

Framsetningu efnis hefur allvíða verið breytt, texti samræmdur og aukið við dæmum

Helstu breytingar

Víða er að finna ný dæmi um sérstafanotkun í mannanöfnum og titlum 
Skjalið um hlutverkaheiti hefur verið uppfært og eru ný heiti stjörnumerkt*
Kaflinn Sóttar færslur hefur verið uppfærður og einfaldaður
Kaflinn Framsetning mannanafna hefur verið uppfærður og þar undir er að finna nokkur dæmi um framsetningu erlendra nafna

RDA – bækur

Umfjöllun um sérstafanotkun í titli og ábyrgðaraðild
Nýr kafli um sama titil á öðrum miðli
Tafla um efnisorð – val á sviði hefur verið uppfærð
Nýr gátlisti fyrir doktorsritgerðir

RDA – nótur

Nýr gátlisti fyrir nótur á rafrænu formi

RDA – hljóðbækur

Nýr gátlisti og dæmi fyrir hljóðbækur á rafrænu formi

RDA – spil og leikföng

Nýr kafli fyrir spil og leikföng

 

Eldri fréttir
 
Eldri uppfærslur
 

Leit í handbókinni

Í viðbót við leitargluggann (efst til hægri) er hægt að nota Ctrl+F og þá opnast annar leitargluggi (efst til vinstri) sem virkar fyrir orðaleit á opinni síðu