Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Fréttir

Ritstjórn Handbókar skrásetjara Gegnis (06.03. 2018)

Svava Björnsdóttir skrásetjari Landsbókasafns bættist í hóp ritstjórnar handbókarinnar.
Í ritstjórninni sitja nú þær Hallfríður Kristjánsdóttir, Rósfríður Sigvaldadóttir, Sóley Hjartardóttir og Svava Björnsdóttir.
 
Eldri fréttir
 

Uppfærsla handbókarinnar (16.03. 2017)

Mannabreytingar urðu í ritstjórn handbókarinnar haustið 2016. Hildur Gunnlaugsdóttir og Magnhildur Magnúsdóttir létu af störfum en Hallfríður Kristjánsdóttir tók sæti í ritstjórn. Í ritstjórninni sitja nú þær Hallfríður Kristjánsdóttir, Rósfríður Sigvaldadóttir og Sóley Hjartardóttir. Einnig nýtur ritstjórnin aðstoðar reyndra skrásetjara við að uppfæra efni handbókarinnar.
Undanfarið hefur framsetningu efnis allvíða verið breytt, texti samræmdur og aukið við dæmum. 

Helstu breytingar

Nú þarf að skrá í sitthvora færsluna, efni sem kemur út bæði á prenti og rafrænt.
Kaflinn RDA - bækur hefur verið uppfærður og ná nú leiðbeiningarnar bæði yfir skráningu á prentuðum og rafrænum bókum.
Kominn er nýr gátlisti fyrir rafrænt efni og gátlisti fyrir tímaritaskráningu hefur verið uppfærður.
Nýr kafli um skráningu á móðurleysingjum þ.e.a.s. skráning á bókarköflum úr bókum sem ekki eru skráðar í Gegni. Einnig hafa leiðbeiningarnar um greiniskráningu á bókarköflum verið uppfærðar. Nú er aðgengilegur listi yfir greiniskráð tímarit undir kaflanum Skráningarsamvinna.
 
Eldri uppfærslur
 

Leit í handbókinni

Í viðbót við leitargluggann (efst til hægri) er hægt að nota Ctrl+F og þá opnast annar leitargluggi (efst til vinstri) sem virkar fyrir orðaleit á opinni síðu