#
×
Forsíða»  Alma - kerfið
Alma - kerfið

Gegnir er íslensk útfærsla af bókasafnskerfinu Alma, frá fyrirtækinu Ex Libris.
Kerfið er veflægt og hver sem hefur notendanafn og lykilorð getur skráð sig inn og unnið í samræmi við heimildir notendanafnsins.

Kerfið byggist á lagskiptu gagnalíkani fyrir bæði áþreifanleg viðföng og rafræn.

Efsta lag gagnalíkansins fyrir áþreifanleg viðföng eru bókfræðifærslur (bibliographic records), sem lýsa hverjum titli fyrir sig. Því næst er að finna forðafærslur (holdings records) og að lokum eintakafærslur (items). Efsta lag líkansins fyrir rafræn viðföng eru söfn (collections). Næsta lag er aðgengisþjónusta (service) Að lokum eru rafrænar möppur (portfolios) sem eru tengdar bókfræðifærslum fyrir staka titla og og veita aðgengi að þeim titli í samræmi við aðgengisþjónustu safnsins.

Bókfræðifærslur fyrir áþreifanleg viðföng eru alltaf vistaðar í svokölluðum landskjarna (Network Zone). Forðafærslur (holdings records) og eintakafærslur (items) eru hins vegar vistaðar í safnakjörnum (Institution Zone).

Aðgengi að rafrænu efni í séráskrift má virkja í safnakjarna, án þess að bókfræðifærsla sé flutt inn eða skráð í landskjarna. Í þeim tilvikum er rafræn mappa tengd við bókfræðifærslu í svokölluðum heimskjarna (Community Zone).

Leiðbeiningar í Handbók skrásetjara eiga fyrst og fremst við um skráningu bókfræðifærslna og hvernig skuli skrá þær á Marc21 sniði í lýsigagnaritli (Metadata editor) kerfisins.

 

Síðast breytt: 10.06.22