Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

RDA skráning

Bókfræðileg skráning í Gegni er samkvæmt RDA (Resource Description and Access) – Lýsing viðfangs og aðgangur.

Grundvallaratriði samkvæmt RDA:

Aukin áhersla er á samræmi milli bókfræðifærslunnar og viðfangsins sem lýst er. Þ.e. upplýsingar skuli skráðar eins og þær eru settar fram á viðfangi.

Skammstafanir eru einskorðaðar við a) að þær séu settar fram á viðfanginu og b) tíma, mælieiningar og fleiri hefðbundnar skammstafanir.

Ávallt skal skrá á höfund sé um að ræða höfundargreint verk sem ekki er safnrit. Jafnvel þótt höfundarnir séu fjórir eða fleiri.

 

Bókfræðilegar upplýsingar í Gegni eru skráðar í marksniði – samkvæmt MARC 21 skráningarsniðinu. Við skráningu er vikið frá MARC 21 vegna séríslenskra þarfa sem lúta einkum að íslenskri mannanafnahefð, kóðun vegna upplýsinga um íslenska útgáfu, danska Dewey flokkunarkerfinu og íslenskum efnisorðum.

Skráningarfærslur byggðar á RDA líta svipað út og færslur byggðar á AACR2. Áfram er skráð á marksniði og skráningaratriði eru að mestu leyti sett fram með sama hætti og áður. RDA færslur, frumskráðar eða sóttar eru auðkenndar með i í sæti 18 í LDR og 040 |e rda.
Helstu nýjungar og breytingar á marksniðinu er að finna í sviðum 246, 264, 336, 337 og 338 og deilisviði |e í 100/700 sviðunum.

 

 

 

Síðast breytt: 09.02. 2017