#
×
Forsíða»  MARC21 forði
MARC21 forði

Forðafærsla er millistig á milli bókfræðifærslu (titils) og áþreifanlegs eintaks. Forðafærslan geymir upplýsingar um bókasafn, safndeild og kjalmiðamerkingu ásamt upplýsingum um forða og komuspá tímarita. Gerð er forðafærsla tengd bókfræðifærslu fyrir hverja safndeild sem bókasafn á eintök í. Sjaldnast þarf að búa til forðafærslu frá grunni, þar sem kerfið býr sjálft til forðafærslu þegar pöntun er gerð. En ef gildi í forðafærslu eru ekki eins og þau eiga að vera þarf að nota lýsigagnaritil til þess að breyta upplýsingum í forðafærslunni. Athugið sérstaklega að til þess að laga staðsetningartákn (call number) þarf að fara inn í marc21 forðafærsluna og breyta upplýsingunum þar. 

Athugið að forðafærslur eru ekki notaðar fyir rafrænt aðgengi. Rafrænt aðgengi er skráð í rafræna möppu (portfolio) sem tengd er beint við bókfræðifærslu.

Síðast breytt: 14.11.22