Sameina færslur
Það kemur fyrir að skráðar eru fleiri en ein færsla fyrir sama viðfang. Í slíkum tilfellum þarf að sameina bókfræðifærslurnar í eina. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að færslurnar séu í raun og veru fyrir sama viðfangið. Að útgáfuár, útgefandi, staðlað númer (t.d. ISBN) og umfang sé það sama. Hafið í huga að ekki er gerð ný færsla fyrir óbreyttar endurútgáfur og kiljuútgáfur. Sjá nánari leiðbeiningar
Athugið að allir skrásetjarar mega sameina færslur fyrir erlend viðföng. Skrásetjarar á Landsbókasafni sjá um að sameina íslenskar færslur. Ef skrásetjari í öðru safni rekst á tvöfalda skráningu á íslensku efni skal senda ábendingu á netfangið gegnir@landsbokasafn.is
Ef enginn vafi er á því að um sama viðfangið er að ræða eru færslurnar sameinaðar. Það er gert með því að flytja báðar færslurnar sem á að sameina í lýsigagnaritilinn. Skiptið vinnuborðinu í tvennt og hafði færslurnar opnar hlið við hlið. Færslan sem er vinstra megin er aðalfærslan, sú sem eyðist ekki. Það fer svo eftir því hvaða sameiningaraðferð er valin hvaða skráningaratriði sameinaða færslan inniheldur.
Þegar báðar færslurnar eru opnar hlið við hlið í lýsigagnaritilinum er farið í „Færsluaðgerðir“ og „Sameina og setja saman“.

Þá opnast aðgerðagluggi þar sem sést hvaða áhrif sameiningin hefur. Við sameininguna færast öll eintök, pöntunarlínur, rafrænar möppur í öllum safnakjörnum á sameinuðu færsluna.

Næst þarf að velja sameiningaraðferð („Velja sameiningarvenju“). Hægt er að velja nokkrar aðferðir. Ef halda á aðalfærslunni (þeirri vinstra megin í vinnuborðinu) óbreyttri er valið „Keep only old value“. Einnig er hægt að velja „Overlay all fields but local“ og þá flytjast þau skráningaratriði sem eingöngu eru til staðar í hægri færslunni yfir í aðalfærsluna. Þegar búið er að velja sameiningaraðferð er hægt að birta forskoðun þar sem sést hvernig sameinaða færslan mun líta út.


Þegar sameiningaraðferð hefur verið valin þarf að velja að hinni færslunni (þeirri vinstra megin) verði eytt að sameiningu lokinni.

Að því loknu er smellt á „Í lagi“ og færslurnar sameinast. Eintök, forðafærslur og rafrænar möppur úr öllum safnakjörnum eru nú tengdar við sameinuðu færsluna.
