Alma analytics
Alma býður upp á ýmsar skýrslugerðir í gegnum Oracle Analytics server (OAS). Gögnum er hlaðið úr Ölmu á hverri nóttu inn á Analytics serverinn.
Analytics er opnað úr hliðarstikuni með því að velja Analytics - Design analytics
Analytics býður upp á ýmsa tilbúna skýrslumöguleika en einnig er hægt að sérsníða skýrslur. Hægt er að taka út gögn um notendur, útlán, sektir, aðföng, sjóði, bókfræði og fleira.
Undir Catalog er að finna tilbúnar skýrslur frá ExLibris og allar skýrslur sem hafa verið vistaðar í sameiginlegum möppum fyrir Gegnissamlagið. Undir Create má búa til nýjar skýrslur.
Búið er að sérsníða nokkrar breytur til þess að geta nýtt ákveðin Marcsvið til skýrslugerðar. Þessar breytur er að finna sem Local parameters í Title subject area - Bibliographic details
Local parameter 01 = svið 995
Local parameter 02 = svið 996
Local parameter 03 = svið 773
Local parameter 04 = svið 939
Local parameter 05 = svið 040