#
×
Forsíða» Alma - kerfið»  Færslusnið
Færslusnið

 

Færslusnið (templates) fyrir bókfræðifærslur innihalda fyrirfram skilgreind svið og deilisvið sem skrásetjari fyllir út eftir því sem við á. Færslusnið eru aðgengileg í lýsigagnaritlinum. Hægt er að skoða öll aðgengileg færslusnið með því að velja Færslusnið í hliðarstikunni. Athugið að velja undirflokkinn Marc 21 Bib til að sjá færslusnið fyrir bókfræðifærslur.

færslusnið 1


Að búa til ný færslusnið
Ný færslusnið má búa til frá grunni eða með því að velja færslu eða færslusnið sem þegar er til í kerfinu. Vinna færsluna eða færslusniðið eins og við á, og vista svo sem færslusnið (Vista -> Vista sem færslusnið). Passið að smella ekki á Vista, því þá vistast færslusniðið sem bókfræðifærsla.

fæslusnið 2

Færslusnið eru vistuð annað hvort sem lokuð eða sameiginleg. Sé færslusniðið vistað í sameiginlegri möppu, er það öllum í Gegnissamlaginu aðgengilegt og mikilvægt að gefa því lýsandi heiti. Veljið heiti sem hefjast á safnakóða þess safns sem vistar færslusniðið, og hafið í huga að virk færslusnið raðast í stafrófsröð í færslusniðs valmyndina/felligluggann. Athugið að ekki er hægt að breyta eiginleikum færslusniða (t.d. heiti þess) ef það er vistað í sameiginlegri möppu. Skrásetjari getur að auki búið til lokuð (private) færslusnið, sem eingöngu eru aðgengileg þeim notanda. Hér þarf ekki að huga að reglum um heiti færslusniða.

Færslusnið 3

Athugið að færslusnið mega aldrei innihalda svið 001, 005 og sæti 0-5 í sviði 008 verða að vera óútfyllt þegar færslusnið er vistað. Athugið að þegar 008 er opnað með Ctrl+F er ekki hægt að skilja eftir auð sæti. Kerfið fyllir þau sjálfkrafa með fyrsta valmöguleika í fellilista fyrir viðkomandi sæti. Til að skilja eftir auð sæti í sviði 008 þarf að skrifa ? inn í sviðið meðan það er lokað. Passið að telja vandlega út rétt sæti. Til að vera viss um að spurningamerkin séu á réttum stað er hægt að opna sviðið og þá eru sætin með spurningamerkjunum feitletruð.


Sameiginleg færslusnið frá Landsbókasafni
Landsbókasafn hefur vistað færslusnið fyrir algengustu tegundir viðfanga í sameiginlegu möppunni. Til þess að þessi almennu færslusnið raðist efst í stafrófsröð færslusniða, bera þau öll heiti sem hefjast á *

Færslusnið 4


Að virkja færslusnið og raða þeim í felliglugga
Hver skrásetjari velur hvaða færslusnið skulu vera aðgengileg í valmynd þegar ný færsla er skráð. Þetta er gert með því að smella á nýtt -> grunnstilling fyrir birtingu færslusniða og virkja þau færslusnið sem eiga að birtast með því að velja „birta í valmynd“

Færslusnið 5

Færslusnið sem hafa verið valin til birtingar eru blámerkt. Þau sem eru falin eru grá. 

Færslusnið 6

Þegar þau færslusnið sem eiga að birtast hafa verið valin, smellið á „vista“.


Að breyta eða eyða eigin færslusniðum
Skrásetjari getur breytt eða eytt eigin færslusniðum. Það er gert með því að hægrismella á færslusniðið og velja viðeigandi aðgerð. Breytið ekki eða eyðið færslusniðum annarra skrásetjara. Sé þörf á nýjum sameiginlegum færslusniðum eða breytingum á sameiginlegum færslusniðum sem hefjast á * má senda ábendingar á netfangið gegnir@landsbokasafn.is 

 

 

 

 

Síðast breytt: 20.06.22