#
×
Forsíða» Alma - kerfið»  Stöðluð gildi
Stöðluð gildi

Að velja og sækja nafnmynd í bókfræðifærslu 
Leitaratriðið (Access points) í bókfræðifærslum Gegnis eru sótt í nafnmyndaskrá með eftirfarandi hætti: 
Mannanöfn (100, 700) og heiti skipulagsheilda (110, 111, 710, 711) og samræmdir titlar (130, 730) eru sótt í nafnmyndaskrá með því að smella á F3 þegar heitið hefur að hluta eða í heild verið fært inn í sviðið.
Mannanöfn sem efnisorð (600), skipulagsheildir sem efnisorð (610, 611), samræmdir titlar sem efnisorð (630), eiginleg efnisorð (650) og landfræðiheiti (651) eru sótt með því að velja síðari vísi 7, færa heitið að hluta eða í heild inn í deilisvið a og passa að fyrir aftan sé deilisvið 2, með gildinu cil. Smellið á F3

Þegar smellt er á F3 opnast nýr gluggi sem sýnir þrjá flipa: Flettilista sem sýnir nafnmyndaskrá Gegnis (CIL), flettilista sem sýnir nafnmyndaskrá Library of Congress (LCNAMES) og höfðalista úr bókfræðifærslum. Alltaf skal velja nafnmynd úr nafnmyndaskrá Gegnis, ef hún er til.
Í flettilista nafnmyndaskrárinnar eru valorð merkt með stjörnu, en vikorð (frávísanir) eru ekki merkt. Velji skrásetjari vikorð og færir inn í bókfræðifærsluna, breytist það í valorð þegar færslan er vistuð. Þær nafnmyndir sem þegar eru tengdar bókfræðifærslunni eru merktar með tákni fyrir framan heitið.

Hægt er að smella á „Skoða“, til að sjá sjálfa nafnmyndafærsluna og vensl hennar við önnur heiti í skránni. Til þess að færa rétta nafnmynd inn í bókfræðifærsluna er smellt á „Velja“ - við það lokast nafnmyndaskráin og bókfræðifærslan birtist á skjánum. Sé ekkert valið má loka flettilistanum með því að velja „Hætta við“
Sé rétt nafn eða viðeigandi efnisorð ekki til í nafnmyndaskrá Gegnis, er það samt sem áður fært inn í viðeigandi svið.
Í bókfræðifærslu eru réttmæt leitaratriði (sótt í nafnmyndaskrá) merkt með tákni sem sýnir að það eru virk tengsl milli bókfræðifærslunnar og sviðsins sem inniheldur leitaratriðið.

Að sækja önnur stöðluð gildi í bókfræðifærslu
Til þess að færa inn stöðluð gildi, önnur en nafnmyndir, í svið 264, 336, 337, 338 og hlutverk í deilisvið e í sviðum 100, 700, 110, 710 er valið gildi úr fellilista sem birtist sjálfkrafa á skjánum þegar fyrstu þrír stafir heitisins eru slegnir inn í viðeigandi deilisvið.

Síðast breytt: 08.07.22