#
×
Forsíða» Alma - kerfið»  Sóttar (innfluttar) færslur
Sóttar (innfluttar) færslur

Hægt er að afrita bókfræðifærslur úr erlendum bókasafnsskrám, s.s. Library of Congress í Bandaríkjunum, Norrænu bókasöfnunum, Þjóðbókasöfnum Spánar og Rússlands o.fl. Færsluveiðar þessar eru án endurgjalds.

Í hliðarstiku er valið: Viðföng -> Leita í viðföngum

Færsluveiðar1

Eða í lýsigagnaritli: Fletta og leita -> Leita í viðföngum.

Færsluveiðar2

Skrásetjari velur í felliglugga þá skrá sem hann vill leita í og færir inn leitaratriði eins og við á. Mögulegt er að leita í mörgum sviðum samtímis.

Faersluveidar
Einfaldast er að leita eftir ISBN númeri, en hafa þarf í huga að ef númerið finnst ekki, gæti þurft að slá það inn með bandstrikum. Einnig gæti ISBN leit skilað sama titli, en af annarri ytri gerð (t.d. rafbók í stað prentaðrar bókar). Skili ISBN leit ekki niðurstöðum getur borgað sig að prófa leita að titli.

Leitarniðurstöður birtast í nýjum glugga við hlið leitarviðmótsins. Hægt er að skoða fulla færslu með því að smella á „Skoða“. Hægt er að velja „Flytja inn“ bæði í stuttri og fullri færslu. Skoðið alltaf fulla færslu áður en þið veljið hana til innflutnings.
Þegar valið er „Flytja inn“ opnast færslan í lýsigagnaritli og er merkt „Nýtt“ í vinnslustikunni. Hér er færslan yfirfarin og unnin eins og við á, vistuð í landskjarna og pantanir, forði og eintök tengd við bókfræðifærsluna. 

hask flytja inn

 

hask flytja inn nýtt

Um leið og smellt er á "Skoða" keyrast sjálfvirkar lagfæringar á færsluna og þær fylgja með þegar færslan er flutt inn í kerfið og vistuð þar. Athugið þó að sjálfvirkar lagfæringar keyrast ekki á öll atriði sem þarf að huga að við skráningu. Hverja færslu þarf að yfirfara vel og vandlega og lagfæra handvirkt að einhverju marki. Það safn sem flytur inn færslu sér um að fullskrá hana. 

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við fullskráningu á innfluttum færslum:

  • Alla jafna gilda sömu reglur um innfluttar færslur og þær sem frumskráðar eru í kerfinu - þær skulu skráðar skv RDA skráningarreglum í samræmi við ákvarðanir skráningarráðs Gegnis. Athugið þó að neðar í listanum eru tiltekin nokkur dæmi þar sem vikið er frá þessari meginreglu
  • Skoðið alltaf viðvaranir sem kerfið gefur ef gölluð færsla er opin í lýsigagnaritlinum og lagfærið þau atriði sem þarf að laga
  • Svið LDR má standa óbreytt í innfluttum færslum þótt gildin séu ekki þau sömu og við notum í okkar eigin færslusniðum. Athugið þó að sæti 6 og 7 hafa áhrif á flokkun viðfangs í kerfinu (bók, tímarit, kvikmynd o.s.frv.)
  • Lagfærið kóðasvið 007 og 008 til samræmis við samþykktir skráningarráðs. Lagið alltaf kóða sem ekki eru réttir, en ekki er ástæða til að einfalda kóðun ef innflutt færsla inniheldur ítarlegri kóðun en hefð er fyrir í frumskráðum færslum. T.d. ef í sviði 008, sæti 15-17 (útgáfuland) inniheldur kóða fyrir fylki fremur en þjóðríki eða ef sæti 24-27 (innihald) innihalda kóða sem ekki eru notaðir í frumskráðum færslum.
  • Í innfluttum færslum er svið 040 oft með mörgum deilisviðum. Aftast í sviði 040 birtist athugasemd um að færslan hafi verið flutt inn í kerfið. Hér þarf ekkert að aðhafast nema bæta við aftast, deilisviði d með safnakóða þess safns sem sækir og fullskráir færsluna
  • Sækið viðeigandi nafnmyndir í nafnmyndaskrá Gegnis (CIL), nafnmyndaskrá LC (LCNAMES) eða höfðalista í bókfræðifærslum Gegnis í samræmi við leiðbeiningar hér
  • Færið inn íslensk efnisorð (CIL) eftir þörfum. Ekki þarf að eyða erlendum LoC eða MESH efnisorðum í $$a, en öðrum deilisviðum sem koma á eftir (t.d. $$x eða $$v) skal eyða. Oft innihalda þessi síðari deilisvið gagnlegar upplýsingar, t.d. landfræðilegar, og þá er rétt að gera nýtt efnisorð úr þeim upplýsingum
  • Efnisorðum sem ekki eru CIL, LoC (síðari vísir 0) eða MESH (síðari vísir 2) skal eyða 
  • Hugið að stöðlun í heitum og kóðum í 33X sviðunum og í hlutverkaheitum í sviðum 100/700 og 110/710. Hér á eingöngu að nota samþykkt heiti sem sett eru fram í Handbók skrásetjara. Sjálfvirkar lagfæringar keyra inn rétt heiti í mörgum tilvikum, en ekki öllum. Athugið að hlutverkaheiti enda ekki á punkti  
  • Sé svið 520 í sóttum færslum með útdrætti eða lýsingu á efni viðfangs þarf að hafa í huga hvort upplýsingarnar nýtist notendum Gegnis. Í sumum tilfellum er um gagnlegar upplýsingar að ræða en í öðrum er jafnvel um auglýsingatexta eða annað sem á ekki heima í bókfræðifærslum í Gegni að ræða. Þetta þarf skrásetjari að meta hverju sinni. 

 

Síðast breytt: 15.01.24