#
×
250 - Útgáfa (Edition Statement) (R)

Í sviðið eru færðar inn útgáfuupplýsingar eins og þær eru settar fram á heimild lýsingar


Vísar

Fyrri vísir
# Óskilgreindur

Síðari vísir
# Óskilgreindur


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Greining útgáfu (Edition statement) (NR) 
$$b Ábyrgðaraðild að útgáfu (Remainder of edition statement) (NR)


Dæmi

Útgáfugreining skammstöfuð á heimild lýsingar 
250 ## $$a Rev. and upd. ed.

Útgáfugreining ekki skammstöfuð á heimild lýsingar 
250 ## $$a Revised and updated edition $$b by Alan Powers

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Stafrétt upptekt lýsingar 
Útgáfugreining er tekin upp stafrétt eins og hún er sett fram á heimild lýsingar.
Ef útgáfugreining er ekki sett fram á sjálfu viðfanginu en vitað er að um nýja/breytta útgáfu er að ræða, á að greina útgáfuna innan hornklofa. Sjá dæmi.
Ef útgáfugreining er röng á viðfangi er hún sett fram stafrétt eins og hún kemur fyrir á viðfangi og rétta útgáfan greind innan hornklofa á eftir.

Endurprentanir og óbreyttar kiljuútgáfur bóka
Ekki er gerð ný færsla fyrir óbreytta endurprentun, heldur er gerð athugasemd í svið 500 í færslu 1. prentunar. Dæmi: Einnig kom út 2. prentun í des. 2013

Að sama skapi skal skrá innbundna útgáfu og óbreytta kiljuútgáfu í eina færslu. Þessi regla á við þótt útgefandi merki óbreytta kiljuútgáfu sem nýja útgáfu og þótt kiljan komi síðar út en rafbókaútgáfa sem útgefandi telur með í útgáfuröð. Útgáfuár í færslunni skal vera fyrsta útgáfuár. Færsla fyrir innbundna bók og kilju skal innihalda bæði ISBN númer innbundinnu bókarinnar og kiljuútgáfunnar í sitthvoru 020 sviðinu. Þá er einnig gerð athugasemd í svið 500. Dæmi: Einnig kom út kilja í júní 2000

Sé umfang (blaðsíðutal) innbundinnar bókar og kilju ólíkt, eða útgefandi annar, á reglan ekki lengur við og innbundna bókin og kiljan fá sitthvora færsluna.

Ef fimm ár eða fleiri líða milli útgáfu og endurprentunar, má gera nýja færslu fyrir endurprentunina, ef ISBN númer er ekki það saman.

Hljóðrituð tónlist
Ekki mikið notað í skráningu á hljóðritaðri tónlist. Notað einungis ef útgáfuupplýsingar standa á viðfangi, t.d. deluxe edition, afmælisútgáfa, limited edition o.s.frv. Ekki er mælt með að nota hornklofa til að setja upplýsingar inn frá skrásetjara, s.s. ný útgáfa ef það stendur ekki á viðfanginu. Þá á betur við að nota svið 500 fyrir upplýsingar um útgáfu, t.d. með athugasemd á borð við „Lögin komu áður út á hljómplötu árið 1975“ eða ef viðfangið er endurútgefið, t.d. „Kom fyrst út 1985“.

Nótur
Tegund raddskrár skal skrá í svið 250. Sviðið er endurtekið fyrir raddskrá ef útgáfugreining er fyrir í færslunni. Ef tegund raddskrár kemur ekki fram á viðfanginu skal setja þessar upplýsingar innan hornklofa. Nota skal heitin á ensku enda eru þau mun meira lýsandi en íslenska í þessu sviði. Útskýringar í sviga koma frá tónlistarhópi til að hjálpa til við að greina um hvers konar raddskrá er að ræða.

Algengustu tegundir nótna eru:
Full score (raddskrá fyrir stjórnanda, heildarraddskrá)
Full score and set of parts (heildarraddskrá og allar raddir)
Score (raddskrá)
Score and set of parts (raddskrá og allar raddir), á ekki við raddskrá fyrir stjórnanda
Study score (vasaraddskrá) – hét áður Miniature score
Vocal score (raddskrá fyrir söng)
Partitur (partitúr, raddskrá)
Condensed score (stytt raddskrá)

Tímarit
Notað ef um sérstaka útgáfu er að ræða, t.d. útgáfu í öðru landi. Dæmi: 250 ## $$a Íslensk útgáfa

Síðast breytt: 09.06.22