#
×
Forsíða» MARC21 bókfræði»  6XX - Efnisorð
6XX - Efnisorð (Subject Access Fields)

Sú stefna hefur verið mörkuð að nota síðari vísi 7 og cil í deilisvið 2 í íslenskum efnisorðum í sviðum 600 (mannanöfn), 610 (skipulagsheildir), 611 (ráðstefnur / sýningar), 630 (titilskráð rit / samræmdur titill), 650 (eiginleg efnisorð) og 651 (landfræðiheiti). Þannig næst samræmi í notkun síðari vísis fyrir öll íslensk efnisorð, sbr. 600 47 (íslensk mannanöfn), 650 #7 (eiginleg íslensk efnisorð) og 651 #7 (íslensk landfræðiheiti). Líta má á síðari vísi 7 sem auðkenni fyrir íslenskt efni / efnisorð í Gegni.

Þegar efnisorð eru sótt í nafnmyndaskrá með F3 þarf skrásetjari að vera staddur í viðeigandi sviði. Þegar ýtt er á F3 birtist aðeins listi yfir þær nafnmyndir sem tilheyra því sviði. Ef óvíst er hvaða sviði efnisorðið tilheyrir getur borgað sig að prófa í öðrum sviðum ef ekkert finnst við fyrstu uppflettingu. Þetta á t.d. við um landfræðiheiti sem falla saman við stjórnsýsluheiti. Þannig eru t.d. bæjarfélög alltaf skráð í svið 610 en ekki 651, jafnvel þó verið sé að fjalla um þau sem landfræðiheiti. 


Efnisorð – val á sviði

600 ?? Mannanöfn
Líta má á síðari vísi 7 sem auðkenni fyrir íslensk efnisorð í Gegni
Síðari vísir 7 = íslensk mannanöfn
Síðari vísir 0 = erlend mannanöfn

610 ?? Skipulagsheild
Stofnana- og fyrirtækjaheiti t.d.:
- Ráðuneytin, Alþingi
- Stjórnmálaflokkar, trúflokkar
- Heiti bygginga og mannvirkja s.s. Gljúfrasteinn
- Kárahnjúkavirkjun, Kringlan. Brýr fara í svið 651
- Heiti skóla

611 ?? Ráðstefnur og sýningar
- Ráðstefnur, sýningar, íþróttaviðburðir, hátíðir

630 ?? Titlar, samræmdir titlar
- Samræmdir titlar
- Blaða og tímaritaheiti
- Sjónvarps- og útvarpsþættir
- Bíómyndir

650 #7 Staðfest íslensk efnisorð
Sækja með F3 í höfðalista - Samþykkt efnisorð eru auðkennd með stjörnu (*)
Hægt er að sjá víðari, þrengri og skyld heiti í Lykilskrá - efnisorða- og mannanafnaskrá Gegnis

650 #? Erlend efnisorð
Síðari vísir 0 = LC = Library of Congress
Síðari vísir 2 = MeSH = Medical Subject Headings

651 #? Landfræðileg heiti
Síðari vísir 7 = íslensk landfræðiheiti og íslenskar nafnmyndir erlendra staða
Síðari vísir 0 = Landfræðiheiti Library of Congress


Senda tillögu að nýjum efnisorðum á netfangið efnisordarad(hjá)landskerfi.is

Sjá einnig: Alphabetical list of ambiguous headings (skjal frá LC um álitamál við val á sviði)

Síðast breytt: 05.07.24