1XX - Höfuðábyrgð (Main Entry Fields)
Höfuðábyrgð samkvæmt RDA ber aðili sem er skilgreindur sem skapari (creator) viðfangs, þ.e. persóna, skipulagsheild eða ráðstefna. Samræmdur titill viðfangs, sem ekki er höfundargreint, gegnir því hlutverki að halda saman útfærslum og birtingarformum hugverksins.
1XX sviðin eru ekki notuð í skráningu á kvikmyndum eða spilum og leikföngum. Allar kvikmyndir, spil, púsluspil og leikföng eru skráð á titil. Yfirleitt er ekki 1XX svið í skráningarfærslum fyrir gagnasett.