#
×
264 - Útgefandi (Production, Publication, Distribution, Manufacture, and Copyright Notice) (R)

Í sviðið er færð inn lýsing á útgáfustað/framleiðslustað, heiti útgefanda/framleiðanda og útgáfu/framleiðslu og/eða höfundarréttarári eins og upplýsingarnar eru settar fram á heimild lýsingar


Vísar

Fyrri vísir
# Óskilgreindur

Síðari vísir
0 Framleiðsla óútgefins efnis (Production)
1 Útgáfa (Publication)
2 Dreifing (Distribution)
3 Framleiðsla útgefins efnis (Manufacture)
4 Höfundarréttarár (Copyright notice)


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Staður útgáfu/dreifingar/framleiðslu (Place of production, publication, distribution, manufacture) (R)
$$b Heiti útgefanda/dreifingaraðila/framleiðanda (Name of producer, publisher, distributor, manufacturer) (R)
$$c Ár útgáfu/dreifingar/framleiðslu/höfundarréttar (Date of production, publication, distribution, manufacture, or copyright notice) (R)


Dæmi

Upplýsingar teknar stafrétt af heimild lýsingar
264 #1 $$a Reykjavík : $$b Dimma, $$c 2012

Upplýsingar um framleiðslustað/prentstað og framleiðanda/prentsmiðju vegna þess að upplýsingar um útgáfustað og útgefanda eru ekki til staðar
264 #1 $$a [Útgáfustaðar ekki getið] : $$b [útgefanda ekki getið], $$c 2006
264 #3 $$a Reykjavík : $$b Prenthúsið

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Nánari upplýsingar um notkun vísa
264 #0 Framleiðsla óútgefins efnis (production): Greina á framleiðsluár eða árabil fyrir óútgefið efni. Greina má framleiðslustað og heiti framleiðanda þegar við á, t.d. ef skráð eru óútgefnin kennslugögn eða nemendaverkefni tiltekinna skóla eða óútgefnin leikhandrit tiltekinna leikhúsa.

264 #1 Útgefandi/Útgefið efni (publication): Greina á fyrsta útgáfustað, heiti útgefanda og útgáfuár á heimild lýsingar. Sé um óhefðbundna framsetningu upplýsinga að ræða eru útgefandaupplýsingarnar sem settar eru fram á mest áberandi hátt teknar fram yfir aðrar. Ekki er þörf á því að greina síðari útgáfustaði eða heiti útgefenda. Undantekning á þessu er að telja skal upp alla útgáfustaði til og með íslenskum útgáfustað ef útgefandinn er íslenskur og útgáfustaðir er taldir upp þannig að íslenskur útgáfustaður er ekki talinn upp fyrstur á heimild lýsingar. Í þannig tilvikum er fært inn ic fyrir útgáfuland í sviði 008.

Sé útgafustaðar eða heitis útgefanda ekki getið á heimild lýsingar er notað staðlað orðalag
264 #1 $$a [Útgáfustaðar ekki getið] : $$b [útgefanda ekki getið], [útgáfuárs ekki getið] – staðlaða strengi má sækja með því að slá inn fyrstu 3 stafina í strengnum og velja úr fellilistanum sem birtist í sviðinu.

Til að halda saman upplýsingum um íslenska bókaútgefendur eru þeir einnig færðir inn sem staðlað leitaratriði í svið 100/700/110/710 eftir því sem við á. Ekki er þörf á þessu við skráningu erlends efnis.

264 #2: Dreifing (distribution): notað ef dreifingaraðili er annar en útgefandi og skrásetjari metur þörf á upplýsingunum. Einkum notað við skráningu hljóðbóka, hljóðritaðrar tónlistar og kvikmynda, þegar upplýsingar um útgefanda er ekki að finna á heimild lýsingar. Sé dreifingarstaðar eða heitis dreifingaraðila ekki getið á heimild lýsingar er notað staðlað orðalag:
264 #2 $$a [Dreifingarstaðar ekki getið] : $$b [dreifingaraðila ekki getið], $$c [dreifingarárs ekki getið]

264 #3: Framleiðsla útgefins efnis (manufacture): Greina má framleiðslustað, framleiðanda og framleiðsluár útgefins efnis (t.d. prentstað og prentsmiðju eða framleiðanda stafrænnar endurgerðar) ef skrásetjari metur þörf á því, t.d. ef útgáfustaðar/útgefanda og/eða dreifingaraðila er ekki getið á heimild lýsingar.  Skrásetjarar Landsbókasafns nota sviðið til að gera grein fyrir erlendri framleiðslu/prentun á íslenskri útgáfu, sjá dæmi. Sé dreifingarstaðar eða heitis dreifingaraðila ekki getið á heimild lýsingar er notað staðlað orðalag:
264 #3 $$a [Framleiðslustaðar ekki getið] : $$b [dreifingaraðila ekki getið], $$c [dreifingarárs ekki getið]

264 #4: Höfundarréttarár má færa í deilisvið $$c – nota skal táknið © fyrir framan ártal til að merkja það sem slíkt. Ekki er tekið upp höfundarréttarár frumútgáfu verks á öðru tungumáli.

Útgáfuár og höfundarréttarár
Gæta skal samræmis við skráningu ártala í svið 008 og 264.

Mikilvægt er að færa inn upplýsingar um útgáfuár sé það til staðar á heimild lýsingar. Sé útgáfuár þekkt en kemur ekki fram á heimild lýsingar, er það fært inn í hornklofa í svið 264 #1 $$c

Æskilegt er að færa inn líklegt útgáfuár eða árabil þótt útgáfuárs sé ekki getið á heimild lýsingar. Slíkt er gert með því að nota rétta kóða í sviði 008 og hornklofa og spurningamerki í sviði 264, sjá dæmi. Forðist að nota [útgáfuárs ekki getið] nema útilokað sé að finna líklegt ár eða árabil.

Sé útgáfuár að finna í heimild lýsingar er alla jafna ekki þörf á að færa einnig inn höfundarréttarár. Undantekning frá þessu er skráning á hljóðritaðri tónlist og nótum. Hér er höfundarréttarár alltaf skráð, sé það til staðar.

Sé höfundarréttarár eina ártalið á heimild lýsingar er það fært inn í svið 008 og 264 #4 $$c – Sé líklegt að höfundarréttarár sé einnig útgáfuár, er ártalið einnig fært inn í hornklofa sem útgáfuár í 264 #1 $$c

Mánuði skal ekki greina fyrir framan útgáfuár (t.d. „nóv. 2002“). Ef talin er þörf á að greina útgáfumánuð má gera það í sviði 008

Framleiðsla bókasafna á hljómdiskum sem innihalda efni frá hlusta.is
Hlusta.is gefur út rafrænar hljóðbækur. Sum bókasöfn búa til útlánseintök brennd á hljómdisk. Þegar slíkur diskur er skráður í bókasafnskerfið skal skrá Hlusta.is sem útgefanda í svið 264 #1, en án aukafærslu í sviði 710 2#. Þessa diska má ekki merkja íslenskri útgáfuskrá
100 4# $$a Jónas Jónasson $$d 1856-1918 $$c (frá Hrafnagili) $$e höfundur
245 10 $$a Randíður í Hvassafelli / $$c Jónas Jónasson ; Kristján Róbert Kristjánsson les
264 #1 $$a [Reykjavík] : $$b Hlusta.is, $$c [2015]
500 ## $$a Upplýsingar af vefsíðu (17. mars 2015)

Síðast breytt: 08.12.23