245 - Titill og ábyrgðaraðild (Title statement) (NR)
Í sviðið er færð inn lýsing á titli og ábyrgðaraðild eins og upplýsingarnar eru settar fram á heimild lýsingar
Vísar
Fyrri vísir
0 Viðfangið er skráð á titil (ekkert 1xx svið er í færslunni)
1 Viðfangið er skráð á höfund/samræmdan titil (1xx svið er í færslunni/svið 110, 111, 130 er notað)
Síðari vísir
0-9 Ógild tákn við röðun
0 Enginn greinir
2 A ... (eða samsvarandi fjöldi bókstafa í greini á öðrum tungumálum en ensku)
3 An ... (eða samsvarandi fjöldi bókstafa í greini á öðrum tungumálum en ensku)
4 The … (eða samsvarandi fjöldi bókstafa í greini á öðrum tungumálum en ensku)
Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu
$$a Aðaltitill (Title) (NR)
$$b Undirtitill eða önnur málmynd titils (Remainder of title) (NR)
$$n Númer verkhluta eða númer seríu tímarits (Number of part/section of a work) (R)
$$p Titill verkhluta eða heiti seríu tímarits (Name of part/section of a work) (R)
$$c Ábyrgðaraðild (Statement of responsibility, etc.) (NR)
Dæmi
Aðaltitill, undirtitill og ábyrgðaraðild (bók)
245 10 $$a Kona verður til : $$b um minnisblöð Þóru frá Hvammi eftir Ragnheiði Jónsdóttur / $$c Dagný Kristjánsdóttir
Titill og óstytt ábyrgðaraðild (kvikmynd)
245 00 $$a Djúpið / $$c Sögn ehf/Blueeyes Productions kynnir kvikmynd eftir Baltasar Kormák í samstarfi við Filmhuset Produksjoner ; handrit Jón Atli Jónasson, Baltasar Kormákur ; leikstjórn Baltasar Kormákur
Leiðbeiningar / Um sviðið
Ógild tákn við röðun
Skv röðunarreglum hefur greinir í erlendum tungumálum ekki raðgildi - sjá hér Athugið þó að í Gegni hefur íslenskur greinir raðgildi í hvaða stöðu sem hann er. Því á ekki að ógilda tákn í titlum sem hefjast á íslenskum greini
Stafrétt upptekt lýsingar
Titill er tekinn upp stafréttur eins og hann er settur fram á heimild lýsingar, að öðru leyti en því að upphafsstöfum og greinarmerkjum má hagræða. Upphafsstaf titils, titilafbrigðis og annarrar málmyndar titils skal rita með stórum staf. Önnur orð skal rita samkvæmt venju í hverju tungumáli. Undirtitill hefst á lágstaf nema venjur tungumálsins segi til um annað. Þó skal taka upp óvenjulega hástafanotkun ef hún er merkingarbær. Sjá viðauka A.4
Ábyrgðaraðild er einnig tekin upp stafrétt af heimild lýsingar. Heimilt er að taka upp alla ábyrgðaraðila en aðeins er skylt að taka upp fyrsta ábyrgðaraðila. Hefð er fyrir því að greina alla íslenska ábyrgðaraðila. Ef upptekt á ábyrgðaraðild er stytt með því að taka aðeins upp fyrsta ábyrgðaraðila er það gefið til kynna með orðalaginu [og x að auki] (x = tölustafur)
Heimilt er að sleppa prófgráðum og starfstitlum ef skrásetjari telur ekki þörf á þeim upplýsingum. Ekki á að nota … til að gera grein fyrir úrfellingunni
Sérstafanotkun
Upplýsingar í sviði 245 á að taka upp orðrétt/stafrétt þegar um er að ræða latneska stafagerð. Í einhverjum tilvikum kallar stafrétt upptekt á að skrásetjari sæki bókstafi í sérstafatöflu (sérstafatafla ekki lengur í boði í Gegni), t.d. þegar skráðir eru titlar á pólsku, spænsku, dönsku og fleiri tungumálum.
Ef þið sækið titla á vefi eða skrár (t.d. Nukat) og límið inn í skráningarfærslu, borgar sig að nota notepad eða wordpad til að hreinsa textann áður en hann er límdur inn í skráningarfærslu í Gegni.
Samkvæmt ákvörðun skráningarráðs skal hagræða ISBD greinarmerkjum við upptekt í sviði 245
Forðist að taka upp:
_:_ (bil, tvípunktur, bil) - greinir í sundur aðal- og undirtitil skv. ISBD
_;_ (bil, semíkomma, bil) - greinir í sundur ólíka ábyrgðaraðild skv. ISBD
_/_ (bil, skástrik, bil) - greinir titil frá ábyrgðaraðild skv. ISBD
[ ] (hornklofi) - Í Gegni er hornklofi notaður til að gefa merki um að upplýsingar séu sóttar út fyrir heimild lýsingar
Þar sem hægt er, má skipta ISBD greinarmerkjum út fyrir kommu.
Ef ekki verður hjá því komist að nota greinarmerkin vegna framsetningar á heimild lýsingar, er það gert án þess að hafa stafabil á undan greinarmerki.
Bjagist merking titils eða ábyrgðaraðildar við að hagræða greinarmerkjum, er skrásetjara heimild að taka þau upp stafrétt
Hljóðrituð tónlist og nótur
Oft kemur fyrir opus, lykill og verknúmer í titli á klassískum tónverkum. Allt skal skrá í deilisvið $$a nema undirtitil í deilisvið $$b. Ekki skal nota deilisvið $$m $$n $$r til að aðgreina opus, lykil og verknúmer.
Kvikmyndir
Allar kvikmyndir eru skráðar á titil
Skrá skal á frummálstitil
Heimild lýsingar er titill eins og hann birtist á:
1 skjánum í upphafi myndar (title screen), annars titill eins og hann birtist á
2 viðfangi (mynddiski). Ef fyrrgreind atriði liggja ekki fyrir má styðjast við titil á
3 kápu / hulstri.
Ef ekki er hægt að horfa á byrjun kvikmyndar til að greina frummálstitil má nálgast hann í IMDb kvikmyndagrunni.
Séríslenskt frávik: Heimilt er að skrá eingöngu leikstjóra sem ábyrgðaraðila.
Aðra ábyrgðaraðild skal telja upp í sviði 508 og gera viðbótarfærslu í sviði 700/710 eftir þörfum.
Tímarit
Heimild lýsingar er titilblað/titilsíða. Ef ekki er titilblað/titilsíða eða ígildi þess, takið titil af kápu eða annars staðar af viðfangi.
Sé aðaltitill ekki tekinn af titilsíðu er þess getið í athugasemd í sviði 500.
Tölvuleikir
Heimild lýsingar er leikurinn sjálfur eins og hann birtist á skjá/við spilun eða leiknum sjálfum (disk/kubb). Fæstir skrásetjarar hafa hins vegar aðstöðu til að greina skjáupplýsingar. Þegar umbúnaður leikjar er notaður sem heimild lýsingar (fyrir titil og önnur atriði lýsingar) er þess getið í sviði 588.
Titlar tölvuleikja innihalda oft seríuheiti (Franchise title). Serían er þá samsafn leikja sem tilheyra sama sagnaheimi. Þegar titill á heimild lýsingar er settur fram þannig að fremstur sé seríutitill og svo sérheiti leikjarins (stundum er númer innan seríu þar á milli), er rétt að taka titilinn upp á sama máta í skráningarfærslu: 245 00 $$a Seríutitill: sérheiti – Hér er seríutitillinn talinn hluti aðaltitils og því færður í deilisvið $a ásamt sérheiti. Notið ekki deilisvið $b fyrir sérheitið eins og um undirtitil sé að ræða og hafið ekki bil fyrir framan tvípunktinn milli seríututitils og sérheitis (þetta er ekki ISBD merking)
245 00 $a Need for speed: undercover (Ekki: $$a Need for speed : $b undercover)