#
×
082 - Dewey flokkstala (Dewey Decimal Classification Number) (R)

Í sviðið er færð inn flokkstala samkvæmt Dewey flokkunarkefinu. Athugið að þegar bókfræðifærsla með sviði 082 er notuð til að panta safnefni, færist sama flokkstala sjálfkrafa inn í svið 852 $$h í forðafærslunni. 


Vísar

Fyrri vísir
0 Flokkað samkvæmt óstyttri útgáfu flokkunarkerfisins
1 Flokkað samkvæmt styttri útgáfu flokkunarkerfisins

Síðari vísir
# Óskilgreindur
0 Flokkstala gefin í Library of Congress
4 Flokkstala ekki gefin í Library of Congress – notað í Gegni


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Flokkstala. Í Gegni er þetta deilisvið ekki endurtekið (Classification number) (R)
$$2 Útgáfa flokkunarkerfis (Edition information) (NR)   
       $$2 23 = flokkun samkvæmt 23. útg. – óstyttri
       $$2 13 = flokkun samkvæmt 13. styttri útg., íslenskri þýðingu, 2002
       $$2 ÍB útg. = flokkun Lbs-Hbs fyrir Íslenska útgáfuskrá


Dæmi

082 04 $$a 398.2 $$2 ÍB útg.


Leiðbeiningar / Um sviðið

Íslenskar undanþágur fyrir þau söfn sem flokka samkvæmt óstyttri Dewey útgáfu
Í íslensku útgáfunni að Flokkunarkerfi Deweys, styttri útgáfu, koma fram undanþágur til sérstakrar notkunar á tilteknum flokkstölum fyrir íslensk sérsvið.
Undanþágurnar eru íslenskt mál (410), bókmenntir (810), landafræði Íslands (914.91) og Íslandssaga (949.1).
Einnig eru tilteknir talnaliðir (-1 og -491) úr hjálpartöflunum sem standa fyrir íslenskt efni í fleiri flokkum, t.d. 031 alfræðirit á íslensku.

Ef viðföng eru flokkuð eftir séríslenskum flokkstölum en fara ekki í íslenska útgáfuskrá, er deilisviði $$2 sleppt.

Efnisflokkun fyrir Rafhlöðuna 
Flokkstala stýrir röðun í efnisflokka Rafhlöðunnar. Þótt rafbók/rafrænn bókarkafli raðist ekki í hillu þá þarf að flokka allt efni sem er kóðað fyrir Rafhlöðuna svo það færist í réttan efnisflokk. Athugið að efni sem eingöngu er flokkað fyrir Rafhlöðuna þarf oft ekki að fínflokka á sama hátt og það sem raðast í hillu. Hér má sjá hvernig DDC flokkstölur stýra efnisflokkum Rafhlöðu

Vef-Dewey
Í lok árs 2011 gerði Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn samning við OCLC um samlagsáskrift á landsvísu að WebDewey, sem er Dewey flokkunarkerfið aðgengilegt á netinu. Safnið sér um allt utanumhald og úthlutar aðgangsorðum.
Fyrirspurnir um WebDewey skal senda á netfangið gegnir@landsbokasafn.is

Síðast breytt: 11.11.22