#
×
020 - ISBN númer ( International Standard Book Number) (R)

Í sviðið er fært inn ISBN númer sé það til staðar á viðfangi. Sviðið er endurtekið fyrir hvert ISBN númer. ISBN númer eru tekin upp án bandstrika.


Vísar

Fyrri vísir
# Óskilgreindur

Síðari vísir
# Óskilgreindur


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a ISBN númer (International Standard Book Number) (NR)
$$q Auðkenni. Notað ef fleiri en eitt ISBN nr. Auðkenni ekki innan sviga (Qualifying information) (R)
$$z Ógilt ISBN númer (Canceled/invalid ISBN) (R)

Ef aðeins er eitt ISBN númer er óþarfi að auðkenna í $$q


Dæmi

020 ## $$a 9788776941741

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Upplýsingar í deilisviði $$q eru teknar upp eins og þær koma fyrir á riti. Ef ekkert er tilgreint á riti og skrásetjari þarf að greina á milli innbundinnar bókar og kilju á að nota innbundið og kilja eftir því sem við á. Óinnbundið er notað um annað efni t.d. gormahefti eða heftuð og laus blöð. Við tónlistarskráningu skal nota eftirfarandi auðkenni: CD, MP3, LP, EP, snælda.

Varast ber að rugla ISBN númeri saman við útgáfunúmer, sem er skráð í svið 028.
Varast ber að rugla ISBN númeri saman við ISMN, sem byrjar alltaf á „9790“ eða M og er skráð í svið 024 2#
Varast ber að rugla ISBN númeri saman við vörunúmer, sem er skráð í svið 024. Svið 020 er endurtekið fyrir hvert ISBN númer

Heimilt er að bæta viðeigandi ISBN númeri í færslu þótt það standi ekki á riti.
Ef vartala er "x" á að slá inn stórt X.

Íslenskt rit með röngu/ógildu ISBN númeri
Hafi annað rit þegar fengið sama ISBN númer, er númerið á nýrra ritinu fært inn sem rangt. Rétt er að láta vita um ranga ISBN númerið hjá ISSN/ISBN skrifstofu Landsbókasafns s. 525-5755, isbn@landsbokasafn.is.

Sama ISBN notað á bæði prentað og rafrænt efni
Skrásetjarar Gegnis þurfa nú að skrá í sitthvora færsluna, efni sem kemur út bæði á prentuðu og rafrænu útgáfuformi. Hafi sama ISBN númer verið notað á bæði útgáfuformin, er númerið haft í deilisviði a í færslunni fyrir það rit sem fyrr kom út, en í deilisviði z í færslunni fyrir ritið sem kom síðar út.  Leiki vafi á því hvort kom fyrr út, er númerið fært í deilisvið a í færslunni fyrir ritið sem fyrr er skráð og í deilisvið z í færslunni sem síðar er skráð.

13 stafa ISBN númer
Árið 2007 gengu í gildi 13 stafa ISBN númer. Forskeytinu 978 eða 979 var bætt framan við 10 stafa ISBN.
Kerfið umreiknar 10 stafa / 13 stafa númer þannig að báðar gerðir finnast þótt einungis önnur gerðin sé í færslu. Þetta á að koma í veg fyrir að óbreyttar endurprentanir séu tvískráðar þótt einungis 13 stafa númerið sé á endurprentuninni.

 

Síðast breytt: 07.03.23