040 - Uppruni skráningarfærslu (Cataloging Source) (NR)
Það safn sem skráir rit eða leiðréttir skráningu setur sinn 5 stafa safnkóða með hástöfum í svið 040. Ekki er hróflað við safnkóðum þó runan sé löng. Landskerfi bókasafna sér um að úthluta safnkóðum. Hægt er að nálgast lista yfir aðildarsöfn og safnkóða á heimasíðu Landskerfis bókasafna.
Vísar
Fyrri vísir
# Óskilgreindur
Síðari vísir
# Óskilgreindur
Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu
$$a Kóði safns sem stofnaði færslu (Original cataloging agency) (NR)
$$b Tungumál skráningarfærslu. Ekki notað við frumskráningu í Gegni (Language of cataloging) (NR)
$$c Kóði safns sem afritar færslu. Ekki notað við frumskráningu í Gegni (Transcribing agency) (NR)
$$e Færsla samkvæmt RDA (Description conventions) (R)
$$d Kóði safns sem leiðrétti / bætti við færslu (Modifying agency) (R)
Dæmi
RDA-færsla skráð á Landsbókasafni
040 ## $$a LBTHL $$e rda
Bókasafn Garðabæjar skráði skv. RDA, Landsbókasafn breytti
040 ## $$a GARAA $$e rda$$d LBTHL
Landsbókasafn sótti rda færslu í OCLC, fær INNFLUTT FÆRSLA í $$d
040 ## $$a TEFMT $$b eng $$e rda $$c TEFMT $$d TEF $$d OCLCQ $$d IK2 $$d INNFLUTT FÆRSLA $$d LBTHL