#
×
028 - Útgáfunúmer (Publisher Number) (R)

Í sviðið er fært inn útgáfunúmer á mynddiskum, hljóðbókum, nótum og spilum og tölvuleikjum.
Útgáfunúmer er tekið upp eins og það kemur fram á viðfangi (hástafir/lágstafir/tölustafir, bil, bandstrik). Ef í útgáfunúmeri er skammstöfun, orð eða annað sem einkennir útgefanda á það standa sem hluti af útgáfunúmeri.


Vísar

Fyrri vísir
0 Útgáfunúmer

Síðari vísir
0 Engin athugasemd


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Útgáfunúmer (Publisher or distributor number) (NR)
$$b Útgefandi (Source)
$$q Auðkenni /raddir 
$$q Auðkenni (Qualifying information) (R)

Ekki skylda að nota $$b við frumskráningu (kemur í sóttum færslum). Notað þegar um annan útgefanda er að ræða en þann sem kemur fram í 264.

Notið deilisvið $$q til að auðkenna útgáfuform. Ef mismunandi útgáfunúmer eru innan sama viðfangs skal endurtaka deilisvið $$q með upplýsingum eins og þær koma fram á viðfangi. Nauðsynlegt að setja inn, því ólík útgáfuform geta átt sama útgáfunúmerið. Nota eftirfarandi auðkenni: CD, MP3, LP, EP, SACD, snælda o.fl. Betra að setja fleiri heldur en færri útgáfunúmer í færslu (sbr. MLA Best Practice).


Dæmi

Útgáfunúmer
028 00 $$a SCD395 $$q CD
028 00 $$a CHSA 5147 $$q SACD
028 00 $$a RELP047 $$q LP
028 00 $$a SMC 7 $$q snælda
028 00 $$a ART042 $$q EP

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Útgáfunúmer er á flestum mynddiskum, bæði íslenskum og erlendum. Þau eru algengust neðst eða efst á kili hulsturs, í mörgum tilfellum einnig á gagni/mynddiski.
Í Gegni eru ekki notaðir mismunandi vísar með útgáfunúmeri heldur bara 00, kemur í sóttum færslum. Ekki skylda að nota |b við frumskráningu (kemur í sóttum færslum). Notað þegar um annan útgefanda er að ræða en þann sem kemur fram í 264. Ekki er skylda að nota |q við frumskráningu (kemur í sóttum færslum). Notað í nótnaskráningu þegar greina þarf á milli hljóðfæra og ef um full score nótur er að ræða. Betra að setja fleiri heldur en færri útgáfunúmer í færslu (sbr. MLA Best practice). Hjálpartengill frá IMSLP til að finna útgáfuár/útgáfunúmer nótna.

Síðast breytt: 19.12.23