#
×
Tölvuleikir

Eftirfarandi leiðbeiningar eiga við um tölvuleiki sem eru spilanlegir í leikjatölvum (console games) eða hefðbundum tölvum (PC games) og hvort sem um áþreifanleg viðföng er að ræða (diska, kubba) eða veflæga leiki.


Heimild lýsingar er leikurinn sjálfur eða umbúnaður hans. Fæstir skrásetjarar hafa aðstöðu til að skrá eftir leiknum sjálfum (skjámyndum) og styðjast fremur við umbúnað hans við bókfræðilega lýsingu. Færið inn athugasemd í svið 588 þar sem heimildar lýsingar er getið:
588 ## $$a: Lýsing byggð á umbúnaði

Mikilvægt er að kerfiskröfur séu settar fram í bókfræðifærslum fyrir tölvuleiki. Þannig má greina hvaða leikir séu spilanlegir í þeim tækjum/kerfum sem notandinn hefur aðgang að.
Upplýsingar eru settar fram í sviði 538 (tekið upp af viðfangi eða annarri heimild). Sé leikurinn spilanlegur á fleiri en eina tegund tækis/kerfis er gerð grein fyrir því í færslunni.

Skráið ekki saman í einu og sömu færsluna tvo eða fleiri leiki sem gefnir eru út með sama titli, ef þeir eru ekki ætlaðir fyrir sama afspilunartæki eða stýrikerfi.

Ath að sameiginlegt færslusnið í Gegni (*tölvuleikur) gerir ráð fyrir tölvudiski
Gildi í eftirfarandi sviðum þarf að breyta ef skráður er kubbur eða veflægur leikur
007 (01)
008 (23) - ef veflægur leikur er skráður
300
338


Færslur fyrir tölvuleiki tilheyra efnistegundinni tölvuskrá (computer file) og mikilvægt er að huga vel að kóðum í sviðum LDR og 008 til að færslurnar flokkist rétt í Gegni og á Leitir.is

LDR (6) fær gildið m (computer file) og LDR (7) fær gildið m (monograph/item)

007 (00) fær gildið c (computer file) og 007 (01) fær gildið d fyrir tölvudisk, b fyrir kubb og r fyrir veflægan leik

008 er kóðað á hefðbundinn hátt fyrir útgáfuár, útgáfuland o.s.frv. 008 (23) fær gildið q fyrir áþreifanlega leiki (diska og kubba) en o fyrir veflæga leiki. 008 (26) fær gildið g (game/leikur)


Auðkenni: Auðkennið bókfræðifærslur fyrir tölvuleiki með þeim útgáfunúmerum og strikamerkjum sem er að finna á viðfanginu/umbúnaði. Þetta eru mikilvægar upplýsingar sem auðvelda notendum að sannreyna afspilunarmöguleika og kerfiskröfur.

024 1#: Universal Product Code (UPC). Þessi auðkenni eru 12-stafa númer/strikamerki, yfirleitt á umbúnaði leikjarins
024 3#: International Article Number (EAN). Þessi auðkenni eru 12 eða 13-stafa númer/strikamerki. Hægt er að greina EAN frá ISBN-13 með því að skoða fyrstu stafina
028 00: Útgáfunúmer 


1XX: Notið ekki 1XX svið í færslum fyrir tölvuleiki. Þá á að skrá á titil


245 $$a: Titill: Heiti tölvuleikja innihalda oft seríuheiti (Franchise title) sem hluta af titli. Serían er þá samsafn leikja sem tilheyra sama sagnaheimi. Þegar titill á heimild lýsingar er settur fram þannig að fremstur sé seríutitill og svo sérheiti leikjarins (stundum er númer innan seríu þar á milli), er rétt að taka titilinn upp á sama máta í skráningarfærslu: 245 00 $$a Seríutitill: sérheiti – Hér er seríutitillinn talinn hluti aðaltitils og því færður í deilisvið $a ásamt sérheiti. Notið notið ekki deilisvið $b fyrir sérheitið eins og um undirtitil sé að ræða og hafið ekki bil fyrir framan tvípunktinn milli seríututitils og sérheitis (þetta er ekki ISBD merking).

Sé titillinn skráður á þennan máta auðveldar það notandum að finna leikina undir algengasta heiti þeirra. Þessi skráningarhefð kemur á sama tíma í veg fyrir að notendur þurfi að fletta í gegnum marga samhljóðandi titla. Dæmi:

245 00 $a Need for speed: undercover (Ekki: $$a Need for speed : $b undercover)
245 00 $a Need for speed: rivals (Ekki: $$a Need for speed : $b rivals)
245 00 $a SimCity 4: rush hour expansion pack (Ekki SimCity 4 : $b rush hour expansion pack)

Þegar seríutitill er skráður sem hluti af titli í svið 245, þarf ekki að endurtaka seríuheitið sem ritröð í sviði 490/830

245 $$c: Ábyrgðaraðild: Skráið leikjahönnuð (game developer) sem ábyrgðaraðila að tölvuleikjum ef upplýsingarnar eru settar fram á viðfangi eða umbúnaði, í svið 245$c. Takið upp þannig að ljóst sé í hverju ábyrgðaraðild liggur (sleppið ekki hlutverkagreiningu ábyrgðaraðila). Dæmi:
245 00 $a Razor racing / $c developed by Vision Scape Interactive, Inc.

Athugið að leikjahönnuður (game developer) er ekki endilega sami aðili og gefur leikinn út (publisher)


250 $$a: Útgáfa: Færið hefðbundnar útgáfugreiningar inn í svið 250, stafrétt eftir heimild lýsingar Dæmi:

250 ##$a Version 1.0
250 ## $a Release 1.2
250 ## $a Platinum edition
250 ## $a Special release, newly corrected
250 ## $a Game of the year edition, red version

Svið 250 má endurtaka eftir þörfum og hver sjálfstæð útgáfugreining fær sitt eigið 250 svið


300 $$a: Umfang:

300 ## $$a 1 tölvudiskur - eða 
300 ## $$a 1 tölvukubbur - eða 
300 ## $$a 1 rafrænt gagn

Færa má upplýsingar um umfang í sm hefðbundinn hátt í deilisvið $c ef skrásetjari metur þörf á þeim upplýsingum


33X - innihald, miðill og ytri gerð

336 skal alltaf tvítaka í færslum fyrir tölvuleiki

Hefðbundnir tölvuleikir fá eftirfarandi gildi:
336 ## $$a forrit $b cop
336 ## $$a kvikmynd $b tdi

Þrívíddarleikir fá eftirfarandi gildi: 
336 ## $$a a forrit $b cop
336 ## $$a þrívíddarkvikmynd $b tdm 

337 er alltaf sett fram á eftirrafandi hátt: 
337 ## $$a rafrænt $b c

338 er sett fram á eftirfarandi hátt eftir ytri gerð:

Tölvudiskur, t.d. fyrir Playstation 3
338 ## $$a tölvudiskur $$b cd

Tölvukubbur, t.d. fyrir Nintendo Switch 
338 ## $a tölvukubbur $$b cb 

Veflægur leikur sem spilaður er gegnum nettengingu
338 ## $a rafrænt gagn $$b cr 


347 $$e: Upplýsingar um svæði sem leyfa afspilun leiksins. Færið alltaf inn ef upplýsingar koma fram á viðfangi eða eru þekktar. Algengt er að leikir séu ýmist ætlaðir til afspilunar á svæði NTSC (Norður og Suður Ameríku og nokkrum svæðum í Asíu) eða svæði PAL (Evrópa, Eyjaálfa og stærstur hluti Asíu). Stundum eru svæðismerkingar enn þrengri, s.s. (NTSC-U/C) fyrir Norður og Suður Ameríku, (NTSC-J) fyrir Japan, (NTSC-C) fyrir Kína og (NTSC-K) og Kóreu:
347 ## $$e PAL

Athugasemdir

500: Skráið í svið 500 fjölda leikmanna sem geta spilað leikinn. Takið fram ef fleiri leikmenn/spilarar krefjast aukins búnaðar eða aðrar kerfiskröfur eiga við þegar fleiri spila:
500 ## $$a Fyrir 1 leikmann

508: Upplýsingar um ábyrgðaraðila sem sóttar eru í aðra heimild en viðfangið sjálft og umbúnað þess (t.d. á vefsíðu framleiðanda eða upplýsingasíður eins og Moby Games, Wikipedia, eða TheGamesDB.net,) eru þær færðar í athugasemdasvið 508:
508 ## $a Leikjahönnnun: Rebellion
508 ## $$a Þróun/hönnun: John Tiller

511: Sé ástæða til að færa inn upplýsingar um sögumenn eða raddleikara er það gert hér

521: Færið alltaf inn athugasemd um notendahóp fyrir tölvueiki sem eru ætlaðir börnum. Takið upp af viðfanginu sjálfu ef hægt er:
521 8# $a Ætlað börnum 4-7 ára
521 8# $a Ætlað 13 ára og eldri

538: Kerfiskröfur: Gerið grein hér fyrir þeim tækjum eða stýrikerfum sem þarf til að gera leikinn spilanlegan. Takið upplýsingarnar upp af viðfanginu sjálfu eins og þær eru settar fram á því. Ef það dugir ekki til má skoða aðrar heimildir. T.d. vefsíðu framleiðanda eða Moby Games, Wikipedia, eða TheGamesDB.net. Tegundir leikjatölva og kerfa fyrir tölvuleiki er að finna hér: Computer Game Platform | Game Metadata and Citation Project Controlled Vocabularies (ucsc.edu)
538 ## $$a Sony PlayStation 2
538 ## $$a PlayStation with the NTSC U/C designation
538 ## $$a Wii Note

588: Færið inn athugasemd um heimild lýsingar fyrir titil/ábyrgðaraðild í svið 588:
588 ## $$a Lýsing byggð á umbúnaði
588 ## $$a Upplýsingar um titil og ábyrgðaraðild teknar af umbúnaði/hulstri


650: Notið alltaf efnisorðið Tölvuleikir í færslunni. Óháð því hvaða önnur efnisorð eru notuð

Síðast breytt: 19.12.23