#
×
Safnfærslur

Safnfærslur

Í Gegni eru færslur fyrir ýmis gögn sem söfn þurfa að gera lánað út, en eiga ekki heima í hefðbundnum skráningarfærslum. Þetta eru t.d. myndavélar, skjávarpar, tölvur, spilastokka o.fl.

Til eru þrjár megintegundir af safnfærslum:

  • Safnfærslur fyrir tæki og tól
  • Safnfærslur fyrir spil og leikföng
  • Safnfærslur fyrir bækur og önnur gögn. Safnfærslur fyrir bækur og önnur gögn eru aðeins ætlaðar til tímabundinnar notkunnar, þar til eintökin/titlarnir hafa fengið eigin færslur í kerfinu. 

Ekki á að nota einu og sömu safnfærsluna fyrir þessar mismunandi gerðir viðfanga. Ef safn lánar bæði út tæki/tól og spil/leikföng þarf það að eiga sitthvora safnfærsluna.

Hvert safn býr til og uppfærir eigin safnfærslu(r) með safnkóða í titilsviði og heiti safns í athugasemdasviði 500. 

Safnfærslurnar sjálfar innihalda takmarkaðar upplýsingar um þau eintök/viðföng/safngögn (t.d. skannar, myndavélar, skjávarpar og önnur tæki og tól) sem tengd eru við færsluna. Í eintakafærslunni þarf að tiltaka nánar um hvaða gagn ræðir. T.d. númer á ipad, titil á spili eða bók o.s.frv.  

safnfærsla modurmal

Bækur, spil og önnur gögn sem hafa þegar verið skráð í sérstaka bókfræðifærslu á ekki að tengja við safnfærslur. Safnfærslur fyrir bækur á aðeins að nota tímabundið og eins sjaldan og hægt er. Skoðið einnig vel hvort ykkar safn á þegar safnfærslu fyrir viðkomandi efnistegund í kerfinu áður en ný er stofnuð.

Athugið að spil sem hafa titil (borðspil, spurningarspil o.þ.h.) á ekki að tengja við safnfærslur. Slík spil fá eigin skráningarfærslu, sbr skráningarleiðbeiningum fyrir spil 

 

 

Síðast breytt: 19.12.23