#
×
Bækur (prentaðar og rafrænar)

Bækur fá gildið a (Language material) í sæti 06 í LDR.

Prentað efni fær gildið t (text) í sæti 00 í svið 007.
Rafrænar bækur/skýrslur fá gildið c (electronic resource) í sæti 00 í svið 007.

Athugið að sé innihald rits að meirihluta (>60%) nótur er það skráð sem nótur og fær gildið c (notated music) í sæti 06 í LDR.


Grundvallaratriði samkvæmt RDA

Efni sem kemur út bæði á prenti og rafrænt skal skrá í sitthvora færsluna. Þ.e. ekki skal hengja vefslóð fyrir rafræna útgáfu á færslu fyrir prentað efni og ekki tengja prentaða útgáfu við færslu fyrir rafræna útgáfu.


Rafrænar möppur (portfolio) í landskjarna 

Rafræn íslensk vefútgáfa, sem opin er öllum (t.d. rafrænar skýrslur Veiðimálastofnunar, rafrænar kennslubækur Menntamálastofnunar) fær rafræna möppu í landskjarna. Sú högun gerir að verkum að rafræna aðgengið verður sýnilegt bæði notendum Ölmu og Primo í öllum safnakjörnum, þótt ekki séu til rafrænar möppur í sjálfum safnakjörnunum. 

Rafrænu möppurnar verða til með sjálfvirkri keyrslu fyrir allar færslur sem innihalda svið 939 $$f með gildinu nzp. Skrásetjarar þurfa að vera meðvitaðir um að færa sviðið og kóðann inn á réttan hátt í þær færslur sem eiga að fá rafrænar möppur í landskjarna. 

Dæmi: 939 $$a m $$b 2002 $$c 1 $$ f rh $$f nzp
Sjá fleiri dæmi í kafla um svið 939

Sjálfvirka keyrslan býr alltaf til eina rafræna möppu fyrir bókfræðifærslu sem merkt er með nzp. Séu fleiri en eitt 856 svið í bókfræðifærslunni verður því aðeins til ein rafræn mappa sjálfkrafa í landskjarna. Sú mappa inniheldur tengilinn úr efsta 856 sviði bókfræðifærslunnar.

Síðast breytt: 01.03.24