#
×
Gagnasett (kit)

Gagnasett eru bókfræðifærslur fyrir samsetta útgáfu þar sem ýmis efnisform fylgja saman í einum pakka frá útgefanda og enginn einn hluti pakkans er tekinn fram yfir aðra hluta hennar. Þetta getur t.d. átt við um kennsluefnispakka sem innihalda kennsluleiðbeiningar á prenti, leikföng/tæki fyrir nemendur og myndefni sem sýnir hvernig á að nota allt efnið saman.

Athugið að gagnasett eru ekki notuð í tilvikum þar sem bókfræðifærsla lýsir fleiri en einu viðfangi, en bæði/öll eru á sama formi, t.d. tvær bækur eða tveir mynddiskar. Gagnasett eru heldur ekki notuð til að lýsa samsettum pakka þar sem einn hluti pakkans telst aðalhluti hans, en annað efni telst fylgiefni. T.d. þar sem límmiðaspjald fylgir bók.


Gagnasett fá gildið o (Kit) í sæti 06 í LDR og gildið b í 008 (33). Sæti 29 skal vera autt (#).

Svið 007 (00) fær gildið o og 007 (01) u - Sé sviðið handfært inn má velja gildið y (Kit) úr felliglugga og velja svo rétt gildi í 007(00) og (01)  

Notið umfangslýsingu til að gera grein fyrir innihaldi gagnasettsins. Umfangslýsing í 300$a má ýmist vera:
300 $a: 1 gagnasett (svigagrein sem tiltekur það sem tilheyrir gagnasettinu) eða
300 $a: bein upptalning á þeim hlutum sem tilheyra gagnasettinu

Sjálfgefin gildi fyrir svið 33X eru eftirfarandi 

336 $a annað $b xxx

337 $a milliliðalaust $b n

338 $a ótilgreint $$b zu


 

 

Síðast breytt: 19.12.23