#
×
Hljóðbækur

Hljóðbók er lesinn texti, hljóðritaður og yfirfærður á aðgengilegt snið fyrir notendur. Hljóðbækur geta verið í nokkrum mismunandi útfærslum, til dæmis CD, MP3 og niðurhal eða streymi af vef. Algeng stærð á hljóðbók getur tekið 3 til 10 diska í CD-sniði, meðan sambærileg bók kemst á einn MP3-disk.

Innihald hljóðbókar getur birst okkur með margvíslegum hætti, t.d. lesinn texti eða leikið leikrit, með eða án tónlistar. Hljóðbók getur einnig innihaldið hljóð sem eru hvorki töluð né sungin, til dæmis náttúruhljóð og gervihljóð.

Hljóðbækur fá gildið i (Nonmusical sound recording) í sæti 06 í LDR


Talað mál, tónlist, söngur

Erfitt getur reynst að greina á milli hljóðbóka (Nonmusical sound recording) sem innihalda tónlist og hljóðritaðrar tónlistar (Musical sound recording). Viðfang skal skrá sem hljóðbók þegar talað mál er aðalatriði eða meirihluti innihalds. Til dæmis skal skrá barnaleikrit með tónlist og söng sem hljóðbók. Þegar tónlist er aðalatriði eða meirihluti efnis á viðfangi skal skrá viðfangið sem hljóðritaða tónlist. Dæmi um þetta eru tónlistarævintýri.


Nokkur grundvallaratriði samkvæmt RDA

Aðalheimild lýsingar er upptakan sjálf. Annars eru upplýsingar teknar af diskinum, hljómplötunni eða snældunni sjálfri eða hulstri/kápu viðfangs. Eingöngu á að setja upplýsingar innan hornklofa ef þær eru fengnar annars staðar frá en af viðfanginu sjálfu.

Hvert útgáfuform (CD, MP3, LP, EP, snælda) er skráð í sérstakri færslu. Eingöngu skal skrá ólík útgáfuform í sömu færslu ef þau eru saman í öskju.

Svið 028, útgáfunúmer, ef þessar upplýsingar eru á viðfanginu skal skrá þær.

Svið 041, nota deilisvið d (kóði fyrir talað mál).

Svið 300, notað er orðið hljómdiskur (ekki geisladiskur).

Skammstafanir eru einskorðaðar við
a) að þær séu settar fram á viðfanginu
b) tíma, mælieiningar o.fl. hefðbundnar skammstafanir
c) tegund forms (auðkenni) eins og CD, MP3, LP og EP er skammstafað í sviði 020, 028 og 300.   

Síðast breytt: 30.01.23