Greiniskráning
Greiniskráning á við um skráningu á hluta viðfangs, bókarköflum, tímaritsgreinum, stökum lögum á hljómplötu o.þ.h.
Greinifærslur eru tengdar við móðurfærslu með sviði 773 $$w sem inniheldur færslunúmer móðurfærslu, 773 $$z sem inniheldur ISBN númer móðurfærslu eða 773 $$x sem inniheldur ISSN númer móðurfærslu.
Verklag við greiniskráningu er eftirfarandi:
1. Móðurfærsla (bók, tímarit, hljómplata eða annað) er færð í lýsingagnaritil
2. Velja “Færsluaðgerðir” (Record Actions) í aðgerðastiku -> “Búa til afsprengi” (Derive New Record)
3. Í sprettiglugga: Velja færslutegund: greinifærsla (773) og auðkenni færslu: MMS ID (001). Svið 773 verður sjálfkrafa til og inniheldur færslunúmer móðurfærslu í $$w eða ISBN/ISSN móðurfærslu í $$z/$$x.
4. Velja “Breytingaraðgerðir” (Editing Actions) í aðgerðastiku -> Laga færslu” (Enhance The Record) -> Veljið viðeigandi lagfæringu svo færslan fái rétt gildi í stýri og kóðasvið.
- Greinifærsla – laga bókarkafla
- Greinifærsla – laga tímaritsgrein
- Greinifærsla – laga rafrænan kafla
- Greinifærsla – laga rafræna grein
5. Fullskrá færsluna eins og við á. Athugið að ýmis gildi s.s. upplýsingar um útgáfuland og tungumál í sviði 008 eru ekki komin inn.
6. Valkvætt: Fyrir skrásetjara sem greiniskrá mikið af svipuðu efni, er gott að búa til eigið færslusnið til að keyra yfir færsluna eftir að hún hefur verið löguð. Í færslusniðinu er t.d. hægt að hafa svið 008 útfyllt, hafa safnkóða í sviði 040 og aðrar upplýsingar sem eiga við tímaritið eða bókina sem er greiniskráð. Eftir að færslan hefur verið búin til og löguð, er notuð aðgerðin "Bæta við sviðum úr færslusniði"/"Expand from template" - Ctrl E). Athugið að þegar færslusnið er keyrt yfir færslu er ýmist hægt að velja að yfirskrifa svið/deilisvið sem fyrir eru í færslunni (hnekkja/override) eða bæta við hana sviðum/deilisviðum sem ekki eru fyrir í færslunni (bæta atriðum sem vantar við/add missing). Keyrið aldrei yfir svið 001 og 773.
6. Vistið og losið færsluna (Ctrl Alt R)
(Í vinnslu) Í lok hvers dags eru gerðar tvær keyrslur sem eru nauðsynlegar fyrir eðlilega birtingu greinifærslna. Annars vegar er gerð keyrsla sem tengir greinifærslu við móðurfærslu og hins vegar er gerð keyrsla sem flytur greinifærslurnar í þá safnakjarna sem við á. Það er því ekki hægt að sjá tengl milli greinifærslu og móðurfærslu í öllum safnakjörnum fyrr en daginn eftir að færslan var vistuð.