#
×
Greiniskráning

Greiniskráning á við um skráningu á hluta viðfangs, bókarköflum, tímaritsgreinum, stökum lögum á hljómplötu o.þ.h.

Bókarkaflar - dæmi

Tímarisgreinar - dæmi

Greinifærslur eru tengdar við móðurfærslu með sviði 773 $$w sem inniheldur færslunúmer móðurfærslu, 773 $$z sem inniheldur ISBN númer móðurfærslu eða 773 $$x sem inniheldur ISSN númer móðurfærslu. Þessi deilisvið verða sjálfkrafa til í greinifærslunni, þegar aðgerðin "Búa til afsprengi" er valin. 

Athugið að vanda valið á móðurfærslu þegar ný greinifærsla er búin til. Móðurfærslan á að vera vistuð í landskjarna. Notið ekki færslur sem vistaðar eru í heimskjarna.

Greiniskraning heimskjarni landskjarni

 Athugið að rafrænir titlar sem eru öllum opnir eru flestir með rafræna möppu (portfolio) eingöngu í landskjarna en ekki í stökum safnakjörnum og finnast því aðeins með leit í landskjarna.

 


Verklag við frumskráningu á greinifærslu er eftirfarandi:  

1. Móðurfærsla (bók, tímarit, hljómplata eða annað) er færð í lýsingagnaritil

2. Velja “Færsluaðgerðir” (Record Actions) í aðgerðastiku -> “Búa til afsprengi” (Derive New Record)

3. Í sprettiglugga: Velja færslutegund: greinifærsla (773) og auðkenni færslu: MMS ID (001). Svið 773 verður sjálfkrafa til og inniheldur færslunúmer móðurfærslu í $$w eða ISBN/ISSN móðurfærslu í $$z/$$x.

4. Velja “Breytingaraðgerðir” (Editing Actions) í aðgerðastiku -> Laga færslu” (Enhance The Record) -> Veljið viðeigandi lagfæringu svo færslan fái rétt gildi í stýri og kóðasvið. 

 • Greinifærsla – laga bókarkafla
 • Greinifærsla – laga tímaritsgrein
 • Greinifærsla – laga rafrænan kafla
 • Greinifærsla – laga rafræna grein

5. Valkvætt: Notið eigið færslusnið til að bæta við atriðum í greinifærsluna. Í færslusniðinu er t.d. hægt að hafa svið 008 útfyllt, hafa safnkóða í sviði 040 og aðrar upplýsingar sem eiga við tímaritið eða bókina sem er greiniskráð.

 • Veljið aðgerðina "Bæta við sviðum úr færslusniði"/"Expand from template" (Ctrl E).
 • Veljið rétta færslusniðið
 • Veljið annað hvort að yfirskrifa svið/deilisvið sem fyrir eru í færslunni (hnekkja/override) eða bæta við hana sviðum/deilisviðum sem ekki eru fyrir í færslunni (bæta atriðum sem vantar við/add missing). Ef valið er að yfirskrifa (hnekkja/override) þarf að passa að færslusniðið innihaldi ekki svið 001, 005, 773 eða önnur svið sem eiga ekki við greinifærsluna sem er í vinnslu.   

6. Fullskráið færsluna eins og við á. Athugið að ýmis gildi s.s. upplýsingar um útgáfuland og tungumál í sviði 008 þarf e.t.v. að laga (á alltaf við ef færslusnið hefur ekki verið notað)

7. Þegar færslan er fullskráð er hún vistuð og losuð (Ctrl Alt R)

Athugið að við vistun á færslum sem innihalda svið 773 verður sjálfkrafa til nýtt svið 945. Svið 945 inniheldur sömu upplýsingar og settar eru fram í sviði 773, svo hægt sé að birta þær í stuttri færslu í Gegni. Þegar færsla inniheldur fleiri en eitt 773 svið þar sem gildi í $$t og/eða $$g eru ólík verða til jafnmörg 945 svið. Ef færsla inniheldur tvö eða fleiri 773 svið þar sem gildin í $$t og $$g eru þau sömu, verður aðeins til eitt 945 svið


Verklag við greiniskráningu á tímaritsgreinum og bókarköflum sem áður hafa verið gefnir út í öðrum tímaritum/bókum/öðru útgáfuformi:

Gerið ekki nýja færslu fyrir grein/bókarkafla sem þegar hefur komið út í öðru tímariti eða á öðru útgáfuformi (t.d. prentuð grein sem þegar hefur verið gefin út rafrænt og verið skráð þannig). Komi bókarkafli/tímaritsgrein/stakt lag í albúmi út á fleiri en einu útgáfuformi er upprunaleg skráningarfæsla fyrir kafla/grein/lag uppfærð á eftirfarandi hátt:

Nýju 773 sviði er bætt við í færsluna. Það skal innihalda eftirfarandi deilisvið:

 • $t fyrir titil nýju móðurfærslunnar 
 • $g fyrir staðsetningu innan nýju móðurfærslunnar
 • $w fyrir færslunúmer nýju móðurfærslunnar
 • $x eða $z fyrir ISSN eða ISBN nýju móðurfærslunnar eins og við á

Svið 337 og 338 eru fjarlægð ef greinifærslan er birt bæði á prenti og rafrænt

Svið 007, LDR og 008 eru látin standa óbreytt  


 

Tegundir viðfanga

Til þess að greinifærslur flokkist sem rétt tegund viðfangs þurfa rauðmerktu sætin í LDR og 008 að vera rétt kóðuð

Bókarkaflar: 

LDR - prentaðir og rafrænir bókarkaflar:

 greinifærsla bókarkafli LDR

008 - prentaður bókarkafli: sæti 23 má vera # eða |

greinifærsla bókarkafli prent 008

008 - rafrænn bókarkafli: 

greinifærsla bókarkafli rafrænt 008

 

Tímaritsgreinar:

LDR - prentaðar og rafrænar tímaritsgreinar: 

Greinifærsla tímaritsgrein LDR

008 - prentuð tímaritsgrein: sæti 23 má vera | eða #

greinifærsla tímaritsgrein prentuð 008

008 - rafræn tímaritsgrein:  

greinifærsla tímaritsgrein rafræn 008

 


(Í vinnslu) Í lok hvers dags eru gerðar tvær keyrslur sem eru nauðsynlegar fyrir eðlilega birtingu greinifærslna. Annars vegar er gerð keyrsla sem tengir greinifærslu við móðurfærslu og hins vegar er gerð keyrsla sem flytur greinifærslurnar í þá safnakjarna sem við á. Það er því ekki hægt að sjá tengsl milli greinifærslu og móðurfærslu í öllum safnakjörnum fyrr en daginn eftir að færslan var vistuð.

Síðast breytt: 10.01.24