#
×
Forsíða» Fróðleikur»  Safnfærslur
Safnfærslur

Safnfærslur

Í Gegni eru færslur fyrir ýmis gögn sem söfn þurfa að gera lánað út, en eiga ekki heima í hefðbundnum skráningarfærslum. Þetta eru t.d. myndavélar, skjávarpar, tölvur, spil o.fl.
Til eru tvær tegundir af safnfærslum. Annars vegar safnfærslur fyrir tæki og tól og hins vegar safnfærslur fyrir spil og púsluspil.

Ef safn lánar bæði út tæki/tól og spil/púsluspil þarf það að eiga sitthvora safnfærsluna

Hvert safn býr til/notar eigin færslu(r) með safnkóða í titilsviði og heiti safns í athugasemdasviði 500: 

Dæmi Tæki og tól

Safnið tengir skanna, myndavélar, skjávarpa og önnur tæki og tól við eigin tækjafærslu og tilgreinir nánar um hvert tæki/tól í eintakalýsingu

Dæmi Spil og púsluspil

Safnið tengir spil, púsluspil, skáksett o.þ.h. við eigin spilafærslu og tilgreinir nánar um hvert spil í eintakalýsingu. Athugið að spil sem hafa titil fá sérstaka skráningarfærslu og ekki þörf á að tengja spilafærslu

 

 

Síðast breytt: 15.12.22