#
×
Sýningarskrár - gátlisti

Gátlisti - sýningarskrár (prentað efni)
Ef um rafrænt efni er að ræða þarf að breyta sviðum 007, 300, 337, 338
og bæta við sviði 856 40 – sjá Gátlista fyrir rafrænt efni

Sýningarskrár: Sýningarskrá er rit sem gefið er út í tengslum við sýningu. Sýningarskrá inniheldur oftast yfirlit yfir verk sýningarinnar en getur einnig innihaldið m.a. myndir, inngang, umfjöllun um verk sýningarinnar og æviágrip. Oft eru einnig gefin út veglegri rit í tengslum við sýningar og ná eftirfarandi viðmiðunarreglur einnig til þeirra.

Sýningar: Viðmiðunarreglurnar eiga við allar tegundir af sýningum, þar sem sýningarskrár eru gefnar út samhliða.

Listamenn: Nær yfir myndlistarmenn, hönnuði, handverksmenn, ljósmyndara og aðra höfunda verka.

Heimild lýsingar: Titilsíða er aðalheimild lýsingar sýningarskráa. Sýningarskrár geta verið mjög mismunandi í formi og uppsetningu og ekki alltaf hægt að styðjast við hefðbundna titilsíðu. Ekki eru heldur alltaf gerð nægileg skil á milli ábyrgðaraðila sýningar og sýningarskráar.

Bókasöfn stofnana eins og listaskóla, listasafna og annarra safna hafa oft þörf fyrir að skrá bæði þá sem koma að sýningunni og þá sem koma að gerð sýningarskráar. Það reynist oft vel til þess að halda saman upplýsingum um feril listamanna.

LDR

06 = a
18 = i

007

00 = t
01 = a (venjulegt letur)
01 = b (stórt letur)
O.s.frv.

008

Tegund ártals (6), Ártal (7-10 og 11-14 ef við á), Útgáfuland (15-17), Myndefni (18-21), Notendahópur (22), Tungumál (35-37), einnig sæti (24) og (30) eftir því sem við á, (39) = c

020 ##

$$a ISBN númer $$q nánari auðkenni ef þörf er á
$$z ógilt ISBN númer (t.d. ef sama númer hefur verið notað áður)

040 ##

5 stafa safnkóði (hástafir)
$$a notað ef frumskráning – $$e rda – $$d ef sótt færsla eða lagfærð

041 0#

Tungumál ef texti er á fleiri en einu tungumáli án þess að viðfangið sé þýðing. Muna svið 546
$$a er endurtekið fyrir hvert tungumál.
$$b Tungumál útdráttar

041 1#

Tungumál ef um er að ræða þýðingu. Muna svið 546
$$a fyrir tungumál viðfangs
$$h fyrir frummál (ekki millimál sem þýtt er úr)

082 ??

Dewey flokkstala – Fyrir Íslenska útgáfuskrá notar Lbs-Hbs $$2 ÍB útg.

100 ?#

Einstaklingur sem ber höfuðábyrgð (skapari hugverksins)
Sviðið má ekki endurtaka
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir
Hlutverk valið úr felliglugga

Notað á eftirfarandi máta:

  • Listamaðurinn er færður í svið 100 ef þetta er einkasýning og það eru myndir af verkum hans í sýningarskránni.
  • Textahöfundur sýningarskrár er færður í svið 100, ef það er greinilegt að hann er aðalhöfundur verksins (á aðallega við stærri verk sem gefin eru út í tengslum við sýningu og eru að meginhluta texti). Ef skrásetjari er í vafa, þá skal frekar skrá á listamanninn en textahöfund.
  • Ef viðfangið er höfundarverk margra einstaklinga fer sá sem fyrstur er greindur á viðfanginu í svið 100, aðrir í svið 700. Á ekki við sýningarskrár fyrir samsýningar – þá er skráð á titil

Hlutverkaheiti – má endurtaka $$e
$$e myndlistarmaður
$$e höfundur
$$e ljósmyndari
$$e útgefandi (bætist við ef skapari hugverksins er líka útgefandi)
Hlutverk geta verið fleiri - muna að sækja hlutverkaheiti í höfðalista

110 ?#

Skipulagsheild (stofnun/fyrirtæki/safn) sem á verkin, ef um er að ræða yfirlitssýningu á verkum í eigu skipulagsheildarinnar. Á einnig við um útskriftarsýningar skóla. Ath að árlegar útskriftarsýningar eru gjarnan skráðar sem SE-færslur
Sviðið má ekki endurtaka
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir
Hlutverk valið úr felliglugga - má endurtaka $$e
$$e höfundur
$$e útskriftaraðili (bætist við ef skapari hugverksins er líka útskriftaraðili)

245 ??

$$a Aðaltitill – $$b undirtitill – $$c ábyrgð
Skráð er á titil ef um er að ræða samsýningu (listamennirnir eru fleiri en einn) – sjá 100
Það er ekki nauðsynlegt að hafa ábyrgðaraðildina á fleiri en einu tungumáli en getur hentað sumum söfnum.
Sé ábyrgðaraðili gerður áberandi á titilsíðu, þá skal skrá hann í $$c frekar en í 508.
Nafn listamanns er gjarnan hluti af titli sýningarskrár

246 ??

Annar titill - (246 1?) með athugasemd - (246 33) þarfnast ekki athugasemdar
$$i - athugasemd - $$a titill - $$b undirtitill

264 #? 

Útgefandi (264 #1) – Framleiðsla (prentun) (264 #3) – Höfundarréttarár (264 #4)
$$a Staður – $$b Nafn – $$c Ár
Valið úr felliglugga
Muna svið 710 $$a samræmt heiti útgefanda sótt með F3 $$e útgefandi (einungis notað fyrir íslenska útgefendur)

264 #4

Höfundarréttarár $$c Ár - sækið © í sérstafatöflu, eða sláið inn Alt+0169

300 ##

$$a Blaðsíðufjöldi – $$b Greining á myndefni - $$c Stærð – $$e Fylgiefni (+ á undan)
Samkvæmt skráningarreglum er heimilt að greina hvort myndefni er í lit eða ekki.
Nokkur dæmi
300 ## $$a 26 bls. : $$b eingöngu myndir ; $$c 22 sm.
300 ## $$a 160 bls. : $$b litmyndir ; $$c 30 sm.
300 ## $$a 162 ótölusettar bls. $$b myndir (sumar í lit) ; $$c 25 sm.

336 ##

Form innihalds valið úr felliglugga – $$a texti - $$b txt
Svið endurtekið ef verulegur hluti eru myndir - $$a mynd - $$b sti
Ef aðeins er myndefni þá er eingöngu - $$a mynd $$b sti

337 ##

Miðlun valin úr felliglugga – $$a milliliðalaust – $$b n

338 ##

Ytri gerð valin úr felliglugga - $$a bindi – $$b nc

490 1#

$$a Titill ritraðar eins og hann stendur á viðfangi – $$x ISSN - $$v Númer
Jafnframt skráð í 810 eða 830 eftir því sem við á

500 ##

Hvar sýningin var haldin og hvenær. Ekki setja "Bókin er gefin út ..."
Dæmi: 500 ## $$a Gefið út í tilefni sýningar í Nýlistasafninu 9. janúar - 21. febrúar 2016
500 ## $$a Gefið út í tilefni sýningarinnar Tízka: kjólar og korselett í Þjóðminjasafninu 28. janúar - 2. september 2012

504 ##

Skrár sem auðvelda aðgang að efni viðfangs t.d. nafnaskrár, atriðisorðaskrár, orðskýringar o.þ.h.

505 0#

Athugasemd um innihald. Ekki er þörf á því að hafa upptalninguna á fleiri en einu tungumáli, getur samt hentað sumum söfnum

508 ##

Athugasemd um aðra ábyrgð en getið er í 245 t.d. sýningarstjóra eða aðra listamenn.
Sýningarstjórar: Ef það er ekki greinilegt að sýningarstjórar hafi komið að gerð sýningarskráar, er heimilt að telja þá upp í 508 og gera aukafærslu í 700.
Dæmi: 508 ## $$a Sýningarstjóri: Hannes Sigurðsson
Þátttakendur samsýninga: í 508 má telja upp þátttakendur samsýningar ef þörf er á
Dæmi: 508 ## $$a Myndlistarmenn: Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Etienne de France, Gunndís Ýr Finnbogadóttir

520 ##

Útdráttur og lýsing á efni verks ef við á

525 ##

Athugasemd um fylgiefni ef við á

546 ##

Athugasemd um tungumál ef við á
Muna svið 041 ef viðfangið er á fleiri en einu tungumáli eða ef það inniheldur þýðingu
Dæmi: Texti á íslensku og ensku

600 ??

Mannsnafn sem efnisorð. Til dæmis ef fjallað er um listamann í sýningarskrá
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir
$$2 cil fyrir íslensk efnisorð

610 ??

Skipulagsheild sem efnisorð
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir
$$2 cil fyrir íslensk efnisorð

650 #7

$$a Sýningarskrár $$2 cil (á alltaf að vera)

650 #7

Tegund sýningar t.d. myndlistasýningar, ljósmyndasýningar eftir því sem við á

650 #7

Hvaða miðill t.d. myndlist, málaralist, myndskurður o.s.frv.

650 #?

Staðfest efnisorð
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir
$$2 cil fyrir íslensk efnisorð

651 #?

Landfræðiheiti sem efnisorð (land listamanna)
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir
$$2 cil fyrir íslensk efnisorð

700 ??

Persóna sem á aðild að gerð viðfangs.
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir
Hlutverk valið úr felliglugga

710 ?#

Stofnun, fyrirtæki o.s.frv. sem á aðild að gerð viðfangs. T.d. notað til að halda saman upplýsingum um íslenska útgefendur. Hér er alltaf fært inn safn/stofnun/fyrirtæki þar sem sýningin var haldin
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir
Hlutverk valið úr felliglugga - má endurtaka $$e
$$e
útgefandi
$$e
sýningarstaður

711 ??

Sýning, ártal og staðsetning
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir
Dæmi: 711 2# $$a Tveir heimar $$d (2006 : $$c Kópavogur)

810 ?# 

Ritröð stofnunar/fyrirtækis – $$a Heiti fyrirtækis/stofnunar – $$b Undirstofnun – $$t Valinn titill ritraðar - $$x ISSN
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir

830 #?

$$a Valinn titill ritraðar – $$n Tölusetning undirritraðar – $$p Titill undirritraðar – $$x ISSN
Muna að sækja með F3 og athuga að vísar séu réttir

856 4?

Rafrænn aðgangur. Muna að athuga að vísar séu réttir
$$u Vefslóð – $$z Skýringartexti, t.d. Heildartexti – $$s Skráarstærð – $$q Skráarsnið

939 ##

Upplýsingar fyrir Íslenska útgáfuskrá
Efni gefið út á Íslandi - söfnunarskylda Lbs-Hbs $$c 1
Ef Íslandstengt efni er gefið út erlendis $$c 1 og $$f ix
$$a og $$b eingöngu notuð á Lbs-Hbs
$$c$$e og $$f notuð á öllum söfnum

Síðast breytt: 24.09.24