#
×
710 - Skipulagsheild (Added Entry-Corporate Name) (R)

Sviðið er notað til að gera skipulagsheildir aðrar en þá sem getið er um í sviði 110 leitarbærar og til þess að halda saman upplýsingum um íslenska útgefendur.


Vísar

Fyrri vísir
1 Stjórnsýslustofnanir
2 Skipulagsheildir, aðrar en stjórnsýslustofnanir

Síðari vísir
# Óskilgreindur – notað ef skipulagsheild á ábyrgðaraðild að viðfanginu í heild
2 Innihaldsgreining (analytical entry) – notað ef um er að ræða safnrit og gera þarf grein fyrir skipulagsheildum sem eru ábyrgðaraðilar að afmörkuðum hugverkum innan viðfangsins


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a – Skipulagsheild/stofnun (Corporate name or jurisdiction name as entry element) (NR) 
$$b – Undirstofnun (Subordinate unit) (R) 
$$e – Hlutverk (Relator term) (R)
$$t – Titill (á frummáli) (Title of work) (NR)

Deilisvið geta verið fleiri – sjá MARC 21

Hlutverkaheiti


Dæmi

Stjórnsýslustofnanir
710 1# $$a Hagstofa Íslands
710 1# $$a Sandgerðisbær
710 1# $$a Reykjavíkurborg

Stofnanir (aðrar en stjórnsýslustofnanir)
710 2# $$a Skattstofa Reykjavíkur
710 2# $$a Evrópusambandið
710 2# $$a Library of Congress

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Skipulagsheild getur verið hljómsveit, dúó, tríó, sönghópur, tónlistarhópur, kór o.s.frv. Setjið tegund skipulagsheildar í sviga fyrir aftan nafnið nema hún komi fram í nafninu. Óheimilt er að nota þetta svið nema tilefnið komi fram í lýsingu viðfangs.

Að sækja stofnanaheiti í nafnmyndaskrá
Nafn stofnunar (nógu margir stafir til að hitta á rétt nafn í flettilistanum) er slegið inn í deilisvið a og nafnmyndin sótt með því að velja F3.  F3 opnar nafnmyndaskrá Gegnis (CIL) og býður líka upp á að sækja nafnmynd í Library of Congress (LCNAMES) eða í höfðalista úr bókfræðifærslum. Sé nafnmyndin til í CIL á alltaf að velja þann möguleika, hvort sem um er að ræða erlent eða íslenskt heiti. 

Að sækja hlutverkaheiti í staðlaðan orðaforða
Nota skal íslensk hlutverkaheiti sem eru sótt í staðlaðan hlutverkalistan sem birtist í felliglugga þegar slegið er inn í deilisviðið.    

Skipulagsheild kemur sjaldan fyrir í nótnaskráningu. Oftast erutónverk skráð á einstaklinga ekki heilar hljómsveitir eða aðrar tegundir skipulagsheilda.

Notað í nótnaskráningu meðal annars þegar tónverk eru tileinkuð eða samin fyrir tiltekna skipulagsheild. Jafnframt er athugasemd í 500 sviði.

 

Síðast breytt: 30.01.23