#
×
740 - Annar titill (Added Entry-Uncontrolled Related/Analytical Title) (R)

Sviðið er notað til að skrá aukatitla aðra en samræmda titla og titla sem ekki eru greindir í 700 $$t. T.d. þegar greina þarf óhöfundargreindan titil hluta viðfangs eða þýddan hlutatitil.


Vísar

Fyrri vísir
0-9 ógild tákn við röðun
0 = Enginn greinir
2 = A ... (eða samsvarandi fjöldi bókstafa í greini á öðrum tungumálum en ensku)
3 = An ... (eða samsvarandi fjöldi bókstafa í greini á öðrum tungumálum en ensku)
4 = The … (eða samsvarandi fjöldi bókstafa í greini á öðrum tungumálum en ensku)

Um greini í ýmsum tungumálum

Síðari vísir
# Óskilgreindur
2 Innihaldsgreining – notað ef um er að ræða titil afmarkaðs hugverks innan viðfangs


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Titill (Uncontrolled related/analytical title) (NR)
$$n Númer hluta/bindis (Number of part/section of a work) (R)
$$p Hluti verks (Name of part/section of a work) (R)


Dæmi

Þýðingar á nokkrum óhöfundargreindum sögum
245 00 $$a Fjársjóðskistan : $$b sígild ævintýri/ $$c þýðendur Gunnar M. og Huginn Þór Grétarsson
505 0# $$a Þyrnirós -- Ljóti andarunginn -- Jói og baunagrasið
740 02 $$a Þyrnirós
740 02 $$a Ljóti andarunginn
740 02 $$a Jói og baunagrasið

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Tónlist
Sviðið er notað fyrir tónverk sem á fleiri en eitt þekkt heiti og ástæða þykir að gera titilinn leitarbæran.

Þau söfn sem skrá titla skv. Grove skulu skrá þá hér. Þessir titlar eru samræmdir titlar á tónverkum skv. uppsláttarritinu Grove Music.

Síðast breytt: 25.05.22