#
×
773 - Staðsetning bókarkafla / hluta hljóðrits / greinar (Host Item Entry) (R)

Sviðið er notað í greiniskráningu. Skráð er staðsetning tímaritsgreinar, bókarkafla, lags í móðurfærslu. 
Í Gegni þarf alltaf að setja annað hvort deilisvið $$w eða $$x. Kerfið býr sviðið til sjálfkrafa en mikilvægt er að yfirfara það. Færslur fluttar úr Aleph hafa Aleph system no. í $$w en færslur frumskráðar í Alma kerfið fá MMSid í $$w.


Vísar

Fyrri vísir
1 Do not display note

Síðari vísir
# Óskilgreindur


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$i Birtist í: - inngangsorð aðeins notað þegar um móðurlausar færslur (móðurleysingja) er að ræða (Relationship information) (NR)
$$t Titill (Title) (NR)
$$g Staðsetning innan móðurfærslu. Deilisvið g er ekki endurtekið í Gegni (Related parts) (R) 
$$w Færslunúmer móðurfærslu (Record control number) (R)
$$x ISSN (International Standard Serial Number) (NR)
$$z ISBN – notað fyrir móðurlausar færslur (móðurleysingja) - heimilt að nota fyrir alla bókarkafla (International Standard Book Number) (NR)


Dæmi

Bókarkafli – staðsetning í bókinni
773 0# $$t Trú og þjóðfélag : $$z 9789935232656 $$g bls. 299-315 $$w 991000581949706886

Móðurlaus færsla (móðurleysingi) - bókin er ekki til í Gegni
Bókarkafli– titill bókar, staðsetning í bókinni og ISBN númer
773 1# $$i Birtist í: $$t Drug Discovery Handbook $$g bls. 773-795 $$z 9780471213840

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Framsetning staðsetningar er samkvæmt Vancouver staðli (ICMJE). Staðsetningu tímaritsgreinar innan móðurfærslu skal setja fram í deilisviði g á þennan hátt: ártal; árgangur (hefti/tbl.): blaðsíðutal. 

Síðast breytt: 15.12.23