#
×
Forsíða» MARC21 bókfræði» 7XX - Leit: ábyrgð, titill, tengsl»  700 - Einstaklingur sem á aðild
700 - Einstaklingur sem á aðild (Added Entry-Personal Name) (R)

Sviðið er notað til að gera aðra einstaklinga en þann sem getið er um í sviði 100 leitarbæra og til þess að gera höfundargreinda hlutatitla leitarbæra. Ef viðfangið er höfundarverk margra einstaklinga fer sá sem fyrstur er greindur á viðfanginu í svið 100, aðrir í svið 700. Ef viðfangið er safnrit er viðfangið skráð á titil og allir höfundar greindir í sviði 700.


Vísar

Fyrri vísir
0 Erlent fornafn 
1 Erlent ættarnafn 
3 Stakt ættarnafn (ætt) 
4 Íslenskt nafn 

Síðari vísir
# Óskilgreindur
2 Innihaldsgreining (analytical entry) – notað ef um er að ræða safnrit og gera þarf grein fyrir einstaklingum sem eru ábyrgðaraðilar að afmörkuðum hugverkum innan viðfangsins


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Nafn – strengur (Personal name) (NR)
$$b Númer sem fylgir nafni kóngafólks og páfa (Numeration) (NR) 
$$q Uppleyst skammstöfun nafns, afmörkuð með sviga. Ekki skylda að nota við frumskráningu nafns  (Fuller form of name) (NR)
$$c Tignarheiti útlendinga, afmarkað með kommu (Titles and other words associated with a name) (R) 
$$d Fæðingar- og dánarár (Dates associated with a name) (NR) 
$$c Auðkenni, afmarkað með sviga, t.d. starfsheiti, dulnefni, eiginnafn höfundar sem notar dulnefni (Titles and other words associated with a name) (R) 
$$e Hlutverk, má sleppa ef hlutverk er óljóst  (Relator term) (R)

Hlutverkaheiti


Dæmi

245 00 $$a Eitthvað illt á leiðinni er / $$c Markús Már Efraím ritstýrði ; formáli Gerður Kristný
700 4# $$a Markús Már Efraím Sigurðsson $$d 1982- $$e ritstjórn
700 4# $$a Gerður Kristný $$d 1970- $$ höfundur viðprents

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Gegni einstaklingur fleiri en einu hlutverki við gerð viðfangsins má endurtaka deilisvið $$e með þeim hlutverkum

Athugið að mannanöfn eru sett í deilisvið $$a í streng. Íslensk mannanöfn eru ekki viðsnúin en erlend mannanöfn eru alla jafna viðsnúin með þar sem eftirnafnið kemur fyrst í strengnum.

Að sækja mannanöfn í nafnmyndaskrá 

Nafn einstaklings er slegið inn í deilisvið a og nafnmyndin sótt með því að velja F3. F3 opnar nafnmyndaskrá Gegnis (CIL) og býður líka upp á að sækja nafnmynd í Library of Congress (LCNAMES) eða í höfðalista úr bókfræðifærslum:

 F3 nafnmyndir

Sé nafnmyndin til í CIL á alltaf að velja þann möguleika, hvort sem um er að ræða erlent eða íslenskt nafn.
Sé nafnmyndin ekki til í CIL þarf að skoða hina flipana og velja á eftirfarandi hátt: 

Erlend nöfn: Ef um er að ræða erlent nafn, er LCNAMES opnuð og tengt við nafnmyndina þar. Ef sami aðili á aðra nafnmynd (annan streng en þann sem er í LCNAMES) í höfðalistanum á að velja nafnmyndina í LCNAMES. Til dæmis á höfundurinn Ann Cleeves nafnmyndafærslu í LCNAMES án ártals, en í höfðalista er höfuðið Cleeves, Ann, 1954-. Hér á að velja færsluna í LCNAMES.
Sjá myndband með leiðbeiningum

Sendið gjarnan póst á gegnir@landsbokasafn.is og látið vita af einstaklingum sem eiga nafnmynd í LCNAMES og eru einnig til í höfðalista með nafnmynd sem fellur ekki saman við nafnmyndina í LCNAMES. Skrásetjarar Landsbókasafns sjá um að sameina nafnmyndirnar.

Íslensk nöfn: Ef um er að ræða íslenskt nafn sem ekki finnst í CIL, er höfðalisti skoðaður og nafnið valið þar. Ef nafnið er hvorki í CIL né höfðalista er nafnið fært inn í bókfræðifærsluna í samræmi við skráningarreglur (nafn í $$a og ártöl í $$d). Skrásetjarar Landsbókasafns fara yfir nöfn í höfðalistum sem ekki eru tengd við CIL og búa til nafnmyndafærslur.

Ef þið rekist á íslensk nöfn í LCNAMES, sem ekki eru til í CIL, sendið póst á gegnir@landbokasafn.is

Að sækja hlutverkaheiti í staðlaðan orðaforða 
Nota skal íslensk hlutverkaheiti sem eru sótt í staðlaðan hlutverkalista sem birtist í felliglugga þegar slegið er inn í deilisviðið.    

Að búa til nýja nafnmynd
Ef búa á til nýja nafnmynd skal ávallt huga að framsetningu mannanafna og sérstafanotkun.

Hljóðrituð tónlist
Sviðið er notað til að gera leitarbæra aðra einstaklinga en tónskáld sígildra verka sem skráð eru í sviði 100. Einnig notað til að gera höfundargreinda hlutatitla leitarbæra.

Ef viðfangið er sameiginlegt höfundarverk margra einstaklinga eru þeir allir taldir upp í sviði 700 og hlutverk þeirra skilgreind.

Sviðið er einnig notað í tónlistarskráningu þegar tónverk er tileinkað eða samið fyrir tiltekinn einstakling. Jafnframt er athugasemd í 500 sviði.

Stakir titlar innan viðfangs
Til að gera staka titla innan viðfangs leitarbæra þarf að skrá titil á frummáli eða þekktasta titil í deilisvið $$t. Þegar sami einstaklingur/skipulagsheild á bæði lag og texta er fyrst sett hlutverkið tónskáld (composer) og síðan höfundur söngtexta (lyricist) / höfundur óperutexta (librettist). Ef margir einstaklingar deila með sér ábyrgðaraðild á tónverki er gott að raða þeim saman tónverk fyrir tónverk. Þetta gerir bæði einstaklinginn/skipulagsheildina og lagið sjálft leitarbært. Þetta getur orðið mjög viðamikið þegar um er að ræða ógreiniskráðar safnplötur eða hljóðrit með mörgum ábyrgðaraðilum.

Einungis skal nota deilisvið $$t þegar um er að ræða tónskáld, höfunda óperutexta og höfunda söngtexta. Jafnframt þarf að greina ef um marga flytjendur er að ræða hver flytur hvaða lag. Það er hægt að láta það koma fram í sviði 505, eins og áður var gert. Það má alls ekki tengja deilisvið $$t við flytjanda. Þetta á einkum við um erlent efni, þar sem efni sem er útgefið á Íslandi eða er Íslandstengt (erlend útgáfa) er greiniskráð.

Vinnulag
Ágætt vinnulag er að telja ávallt upp hlutverk í sömu röð. Tónskáld (composer) skal alltaf koma á undan höfundur söngtexta (lyricist) / höfundur óperutexta (librettist) ef sami einstaklingur eða sama skipulagsheild uppfyllir þessi hlutverk. Einnig er gott að venja sig á þegar flutningur er skráður að láta flytjandi (performer) eða hljóðfæraleikari (instrumentalist) koma á undan t.d. útsetning (arranger) eða söngvari (singer).

Hlutverkið flytjandi (performer) er notað um skipulagsheild (hljómsveit o.s.frv.). Ef hlutverk tiltekinna meðlima skipulagsheildar er greint er notað hljóðfæraleikari (instrumentalist) og/eða söngvari (singer). Einstaklingur fær hlutverkið flytjandi (performer) þegar ekki er hægt að greina þrengra heiti.

Góð vinnuregla er að raða 7XX sviðunum í eftirfarandi röð í ógreiniskráðum viðföngum. Skrá fyrst ábyrgðaraðild sem á við allt viðfangið, s.s. flutning, útsetningu o.s.frv. Skrá síðan hvert og eitt lag fyrir sig og ábyrgðaraðildina sem því tilheyrir, óháð 7XX sviðum og vísum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að gleymist að skrá aukafærslur.

Síðast breytt: 30.01.23