#
×
730 - Samræmdur titill (Added Entry-Uniform Title) (R)

Sviðið er notað fyrir samræmdan titil hugverka sem ekki eru höfundargreind og hafa birst undir fleiri en einum titli. Samræmdur titill er valinn til að halda saman útgáfum. Í tímaritaskráningu er sviðið notað fyrir valinn hluta viðfangs, t.d. fylgirits.


Vísar

Fyrri vísir
0-9 ógild tákn við röðun
0 = Enginn greinir
2 = A ... (eða samsvarandi fjöldi bókstafa í greini á öðrum tungumálum en ensku)
3 = An ... (eða samsvarandi fjöldi bókstafa í greini á öðrum tungumálum en ensku)
4 = The … (eða samsvarandi fjöldi bókstafa í greini á öðrum tungumálum en ensku)

Um greini í ýmsum tungumálum

Síðari vísir
# Óskilgreindur – notað ef titillinn á við um viðfangið í heild
2 Innihaldsgreining (analytical entry) – notað ef um er að ræða safn hugverka og gera þarf grein fyrir samræmdum titlum afmarkaðra hugverka innan viðfangsins


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Samræmdur titill (Uniform title) (NR)
$$n Númer hluta / bindis (Number of part/section of a work) (R)
$$p Hluti verks (Name of part/section of a work ) (R)
$$l Tungumál (Language of a work) (NR)
$$k Greiniorð (Form subheading) (R)
$$f Ártal (Date of a work) (NR)

Deilisvið geta verið fleiri – sjá MARC 21

Titill verkhluta $$p skilar sér ekki í flettileit að titli – skilar sér í orðaleit að titli


Dæmi

245 00 $$a Tre Skjaldesagaer :$$b Kormaks saga, Halfred Vanrådeskjalds saga, Gunløg Ormstunges saga /$$c på dansk ved Søren Vad Møller
730 02 $$a Hallfreðar saga vandræðaskálds. $$l Á dönsku
730 02 $$a Kormáks saga. $$l Á dönsku
730 02 $$a Gunnlaugs saga ormstungu. $$l Á dönsku

245 10 $$a Blóðregn : $$b sögur úr Njálu / $$c Embla Ýr Bárudóttir, Ingólfur Örn Björgvinsson
730 0# $$a Njáls saga. $$k Endursögn

Fleiri dæmi

Síðast breytt: 25.05.22