#
×
546 - Tungumál (Language Note) (R)

Í sviðið eru færðar inn upplýsingar um tungumálið eða táknkerfi sem notað er í viðfangi


Vísar

Fyrri vísir
# Óskilgreindur

Síðari vísir
# Óskilgreindur


 

Deilisvið

$$a Athugasemd um tungumál (Language note) (NR)

 


Dæmi

Texti á tveimur eða fleiri tungumálum
041 0# $$a ice $$a eng
546 ## $$a Texti á íslensku og ensku

Þýðingar
041 1# $$a fre $$h ice
240 10 $$a Sjálfstætt fólk. $$l Á frönsku
546 ## $$a Á frummáli: Sjálfstætt fólk

 

Fleiri dæmi er að finna í sviði 041 með mismunandi notkun á sviði 546

 

Fleiri dæmi


 

Leiðbeiningar / Um sviðið

Nota skal svið 546 fyrir nánari upplýsingar varðandi svið 008 og 041.

Ef um þýðingu er að ræða þarf að setja inn inngangsorðin Á frummáli:

Ef texti er á fleiri en einu tungumáli þarf að setja inn öll tungumálin t.d. Texti á íslensku og ensku

Gæta þarf samræmis við svið 008 sæti 35-37 og svið 041 (tungumál texta) skv. Marc Code List for Languages

Fyrirsögnin Tungumál – aths. birtist á Leitir.is

Hljóðbækur
Ef upplestur er á fleiri en einu tungumáli þarf að setja inn t.d. Upplestur á íslensku og ensku

Hljóðrituð tónlist
Gæta þarf samræmis við svið 008 sæti 35-37 og svið 041 (tungumál söngraddar).

Munið að greina hvort athugasemd á við tungumál söngraddar, libretto eða fylgiefni.

Þetta svið á einungis við prentaða hluta viðfangsins. Ekki eru settar inn athugasemdir í svið 546 sem eiga við deilisvið $$d og $$h úr 041 sviðinu, t.d. ef diskurinn er sunginn á ensku og íslensku þarf það ekki að koma fram í sviði 546. Einungis ef í bæklingi/libretto eru söngtextar prentaðir á báðum tungumálum.

Kvikmyndir
Best væri ef nokkuð staðlað orðalag væri notað. Sem dæmi:
Tal á ... ; skjátexti á ...
Í nánari upplýsingum felst meðal annars ef töluð er mállýska sem ekki er sér kóðuð. Einnig skal setja inn upplýsingar um hvort texti er fyrir heyrnarskerta og hvort það er sjónlýsing fyrir sjónskerta (e. visual description).

Síðast breytt: 08.06.22