#
×
Forsíða» MARC21 bókfræði» 5XX - Athugasemd»  511 - Athugasemd um þátttöku / flutning
511 - Athugasemd um þátttöku / flutning (Participant or Performer Note) (R)

Í sviðið eru færð inn nöfn þátttakenda í flutningi


 

Vísar

Fyrri vísir
0 Skrásetjari setur inngangsorð
1 Fyrirsögnin „Leikarar/flytjendur“ birtist á leitir.is

Síðari vísir
# Óskilgreindur


 

Deilisvið

$$a – Athugasemd (Participant or performer note) (NR)


 

Dæmi

Upplýsingar um lesara fengnar af vef en ekki upptökunni sjálfri
245 10 $$a Maður og kona $$c eftir Jón Thoroddsen
511 0# $$a Lesari: Guðrún Birna Jakobsdóttir
588 ## $$a Lýsing fengin af hlusta.is
700 4# $$a Guðrún Birna $$1 Jakobsdóttir $$d 1987- $$e lesari

 

Fleiri dæmi

 


Leiðbeiningar / Um sviðið

Hér má greina nöfn þátttakenda í flutningi, þ.e. leikenda, sögumanna, þuli, kynna, hljóðfæraleikara, hljómsveitarmeðlimi, söngvara o.s.frv. Þetta er alltaf gert með íslenskt efni, en valfrjálst með erlent efni.

Gera þarf aukafærslur í 700 eftir því sem við á og greina hlutverk.

Hljóðbækur
Ef höfundur les sjálfur hljóðbók sína er hlutverk hans sem lesara greint í sviði 100

Síðast breytt: 14.06.22