#
×
Forsíða»  MARC21 nafnmyndir
MARC 21 nafnmyndir

Nafnmyndaskrá Gegnis (cil) er unnin af skrásetjurum Landsbókasafns. Hún inniheldur mannanöfn, heiti skipulagsheilda, landfræðileg efnisorð og íslensk efnisorð samkvæmt Kerfisbundnum efnisorðalykli og samþykktum efnisorðaráðs. Nafnmyndaskráin byggist að mestu á gögnum í bókfræðigrunni. Einnig er þar að finna óhöfundargreind hugverk, einkum fyrir fornbókmenntir og helgirit.

Í nafnmyndaskrá Gegnis eru settar fram valmyndir / valorð sem nota ber sem leitaratriði (höfuð) við skráningu í bókfræðigrunn Gegnis. Einnig eru sett fram víkjandi heiti og nafnmyndir / vikorð sem ekki á að nota og þá er vísað á valmynd / valorð. Jafnframt sjást innbyrðis tengsl milli valmynda / valorða þar sem um þau er að ræða.

1XX = valmynd / valorð
4XX = Sjá tilvísun (víkjandi nafnmynd / vikorð)
5XX = Sjá einnig tilvísun (innbyrðis tengsl)

Nafnmyndaskráning einstaklinga

Nafnmyndafærslur fyrir mannanöfn má skrá frá grunni, ýmist handvirkt eða með því að nota færslusnið. Að auki má búa til nafnmyndafærslu með því að velja "Búa til nafnmyndafærslu" þegar nafnmyndalistinn (F3) skilar ekki nafninu sem slegið var inn í bókfræðifærsluna. 

Nafnmyndaskráning skipulagsheilda

Nafnmyndafærslur fyrir skipulagsheildir má skrá frá grunni, ýmist handvirkt eða með því að nota færslusnið. Að auki má búa til nafnmyndafærslu með því að velja "Búa til nafnmyndafærslu" þegar nafnmyndalistinn (F3) skilar ekki nafninu sem skegið var inn í bókfræðifærsluna.  
Undir skipulagsheildir falla stofnanir og fyrirtæki, skip, hljómsveitir, mannvirki/byggingar, almenningsgarðar og félög/samtök. Komi upp vafamál má styðjast við lista LC/MARC um val á sviði. Sem dæmi má nefna að mannvirkin brýr falla undir landfræðiheiti eins og vegir.

Flýtileiðir við að búa til nafnmyndafærslu
Þegar smellt er á aðgerðina "Búa til nafnmyndafærslu" sækir kerfið sjálfgefið færslusnið sem inniheldur heitið í bókfræðifærslunni. Fyrir svið 650 verður til nafnmyndafærsla með sviði 150, fyrir svið 700 verður til nafnmyndafærsla með sviði 100 o.s.frv.
 
  • Best er að byrja á því að eyða sviði 008 sem gæti innihaldið kóða sem ekki eiga við (CTRL+F6)

  • Keyra svo viðeigandi færslusnið inn í færsluna (CTRL+E) og klára skráninguna

  • Að lokum má svo nota flýtileiðina (CTRL+ALT+E) og velja "MARC21 auth re-sequence and clear empty fields", til að hreinsa út auð svið og endurraða sviðum í færslunni 

  • Vistið nafnmyndafærsluna

Síðast breytt: 17.03.23