#
×
Forsíða» Nafnmyndaskráning»  Authority control task list
Authority control task list

Authority control task list er verkfæri sem er notað til að gæðastýra höfðum í bókfræðigrunninum og byggja upp nafnmyndaskrána. Athugið að til þess að geta unnið með listann þarf að vera skráður inn í Landskjarna Ölmu (Network zone). 

Listinn er byggður upp þannig að annars vegar er hægt að sjá þær bókfræðifærslur sem þurfa yfirferð (Review) og hins vegar allar bókfræðifærslur sem daglegar nafnmyndakeyrslur hafa haft áhrif á (All). Í yfirferðarlistanum birtast m.a. bókfræðifærslur sem innihalda höfuð sem hafa ekki tengst við nafnmyndafærslur.  Starfsfólk Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns fer yfir færslur sem birtast í yfirferðarlistanum.


Efst má sjá nokkrar síur sem má nota til að þrengja niðurstöður listans. 

  • Report type: Mismunandi tegundir af skýrslum eftir ástæðu þess að bókfræðifærslan birtist í listanum. Starfsfólk LBS-HBS þarf sérstaklega að líta á skýrsluna "Linking - BIB heading found no matching AUT headings"

  • Brief level: Veljið 10 þá síast út skemmri skráðar færslur. 

  • Linked to Community Zone: Veljið "No" til að losna við færslur sem eru virkjaðar í Heimskjarna og ekki er hægt að vinna með. 

  • Submit date range: Þegar listinn er opnaður birtist síðast liðin vika. En hægt er að velja allt að 30 daga tímabil í einu sex mánuði aftur í tímann. Gögn eldri en sex mánaða eru ekki geymd í listanum. Athugið að bókfræðifærslur detta ekki sjálfkrafa út úr listanum þó að bókfræðifærslunum sé breytt þannig að ekki sé lengur hægt að finna höfuð sem er ótengt nafnmyndafærslu. Þess vegna er líklegt að þegar er verið að vinna langt aftur í tímann í listanum hafi mikið af færslunum nú þegar verið leiðréttar vegna þess að skrásetjarar LBS-HBS hafi fengið efnið í hendurnar og t.d. búið til nafnmyndafærslur fyrir ný höfuð. 

Vinstra megin er svo hægt að þrengja niðurstöður listans eftir nafnmyndaskrám. Íslenska nafnmyndsskráin heitir CIL. Einnig er hægt að þrengja eftir því hvaða MARCsviðum höfuðin í listanum tilheyra. 

AUT-tasklist-1

Hægt er að opna færslur beint úr listanum í Lýsigagnaritlinum. Það er annað hvort gert með því að smella á punktana þrjá og velja "edit" eða velja þær bókfræðifærslur sem vinna á með og velja "edit selected".

AUT-tasklist-2

 

Færslurnar opnast á í lýsigagnaritlinum í sér setti sem er aðskilið frá öðrum bókfræðifærslum sem starfsmaðurinn er með opnar í ritlinum. Bendillinn er nú þegar staðsettur í því MARCsviði sem þarfnast yfirferðar og það er einnig litað fjólublátt. Lýsigagnaritillinn opnast fyrir framan aðra verkþætti sem starfsmaður hefur opna í Ölmu. Þegar hann er falinn aftur er listinn opinn á sama stað og áður. 

AUT-tasklist-3

Þegar búið er að fara yfir færsluna og laga hana, hvort sem það felst í að velja rétta nafnmyndafærslu, breyta um svið eða búa til nýja nafnmynd, þarf að fjarlægja bókfræðifærsluna úr listanum. Það er gert með því að smella á punktana þrjá og velja "dismiss". Einnig er hægt að velja nokkrar færslur og smella á "dismiss selected" eða fjarlægja allar færslur sem birtast á síðunni hverju sinni. 

AUT-tasklist-4

Síðast breytt: 22.01.24