Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Menu:

Nafnmyndaskráning - Skipulagsheildir

Nafnmyndafærslur fyrir skipulagsheildir má skrá frá grunni, ýmist handvirkt eða með því að nota færslusnið. Athugið að þegar færsla er búin til frá grunni, þarf skrásetjari að vera staddur í nafnmyndagrunninum (ICE10). Ef færslan er búin til og vistuð í bókfræðigrunninum (ICE01) vistast hún ekki rétt.

Að auki má búa til færslu sem afsprengi bókfræðifærslu sem inniheldur heiti skipulagsheildar í sviði 110. Til að búa til nafnmyndafærsluna þannig er valið: Vinnsla-Aðgerðir (eða smella í færslu með hægri músarhnappi) → Búa til afsprengi → Nafnmyndafærsla búin til úr sviði 110 → Nafnmyndafærslan opnast. Athugið að deilisvið |e verður að hreinsa úr nafnmyndafærslum sem búnar eru til á þennan hátt. Þegar nafnmyndafærsla er búin til á þennan hátt má vinnan öll fara fram í bókfræðigrunninum. 

Undir skipulagsheildir falla stofnanir og fyrirtæki, skip, hljómsveitir, mannvirki/byggingar, almenningsgarðar og félög/samtök. Komi upp vafamál má styðjast við lista LC/MARC um val á sviði. Sem dæmi má nefna að mannvirkin brýr falla undir landfræðiheiti eins og vegir.


Síðast breytt: 18.03.2020