#
×
Forsíða» Nafnmyndaskráning» MARC21 nafnmyndir»  100 - Staðfest nafnmynd einstaklings
100 - Staðfest nafnmynd einstaklings (Heading - Personal Name) (NR)

Sviðið inniheldur valmynd nafnsins. Valin er sú mynd nafns sem einstaklingur er þekktastur undir.


Vísar

Fyrri vísir
0 Erlent fornafn
1 Erlent ættarnafn
3 Stakt ættarnafn (ætt)
4 Íslenskt nafn

Síðari vísir
# Óskilgreindur


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Nafn (Personal name) (NR)
$$b Númer sem fylgir nafni kóngafólks og páfa (Numeration) (NR)
$$c Tignarheiti, afmarkað með kommu (Titles and words associated with a name) (R)
$$d Fæðingar- og dánarár (dates associated with a name) (NR)
$$c Auðkenni, afmarkað með sviga, t.d. starfsheiti, dulnefni (Titles and words associated with a name) (R)


Dæmi

100 4# $$a Jón Karl Helgason $$d 1965- $$c (bókmenntafræðingur)

100 4# $$a Jakobína Sigurðardóttir $$d 1918-1994

100 4# $$a Gestur $$d 1864-1937

100 4# $$a Gerður Kristný $$d 1970-

100 0# $$a Margrét $$b II, $$c Danadrottning, $$d 1940-

100 0# $$a Benedikt $$b XVI, $$c páfi,$$d 1927-

100 1# $$a Isaksen, Jógvan, $$d 1950-

100 1# $$a Mozart, Wolfgang Amadeus, $$d 1756-1791

100 4# $$a Brynja $$c (dulnefni)

100 1# $$a Telichkina, Valentina, $$d 1945-
400 1# $$a Teličkina, Valentina Ivanovna, $$d 1945-


Leiðbeiningar / Um sviðið

Röðun nafnliða: Nöfn einstaklinga af erlendum uppruna raðast alla jafna á ættarnafn (fyrri vísir 1) og íslensk á fyrsta eiginnafn (fyrri vísir 4). Kjósi erlendir höfundar, sem búa og starfa á Íslandi, að skráð sé á eiginnafn, skv. íslensku hefðinni, skal orðið við þeirri beiðni og frávísun gerð á erlendu nafnmyndina.

Umritun rússneskra nafna: Frá 2019 verður ekki notast við íslenskar umritunarreglur, heldur verður staðfest nafnmynd rússneskra nafna yfirleitt skv. enskum umritunarreglum, nema aðrar myndir nafnsins séu þekktari. Sé nafnið sett fram á mismunandi hátt á viðföngum sem skráð eru í Gegni, þarf að færa þær myndir inn sem frávísanir. Hægt er að nota vef VIAF til hliðsjónar við nafnmyndaskráningu. Margar nafnmyndafærslur fyrir rússnesk nöfn í Gegni eru nú þegar umritaðar skv. íslenskum umritunarreglum og vísað frá enskri umritun. Og verður þeim haldið eins og þær eru. Sjá t.d.
100 1# $$a Shostakovítsj, Dmítríj Dmítríjevítsj, $$d 1906-1975
400 1# $$a Shostakovich, Dmitrii Dmitrievich, $$d 1906-1975
400 1# $$a Sjostakovítsj, Dmítríj, $$d 1906-1975

Síðast breytt: 02.06.22