110 - Staðfest nafnmynd skipulagsheildar (Heading - Corporate Name) (NR)
Sviðið inniheldur valmynd heitisins.
Vísar
Fyrri vísir
1 Stjórnsýslustofnanir
2 Fyrirtæki, samtök eða aðrar skipulagsheildir en stjórnsýslustofnanir
Síðari vísir
# Óskilgreindur
Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu
$$a Heiti skipulagsheildar (Corporate name or jurisdiction name as entry element) (NR)
$$b Undirstofnun (Subordinate unit) (R)
Dæmi
Stjórnsýslustofnanir
110 1# $$a Suðurnesjabær
110 1# $$a Mennta- og menningarmálaráðuneytið
110 1# $$a Bláskógabyggð
110 1# $$a Hrunamannahreppur
110 1# $$a Eyjafjarðarsveit
110 1# $$a Reykjavíkurborg
110 1# $$a Reykjanesbær
110 1# $$a Sveitarfélagið Árborg
110 1# $$a Seðlabanki Íslands
Lönd sem stjórnsýslustofnanir
110 1# $$a Ísland
110 1# $$a Danmörk
110 1# $$a Bretland. $$b Office of Government Commerce
110 1# $$a Danmörk. $$b Farvandsvæsenet
Aðrar skipulagsheildir
110 2# $$a Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
110 2# $$a Borgarbókasafn Reykjavíkur
110 2# $$a Verkamannaflokkurinn (Bretland)
110 2# $$a Fangelsið Litla-Hrauni
110 2# $$a Reykjavík bókmenntaborg UNESCO
Hljómsveitir
110 2# $$a Sigur Rós (hljómsveit)
110 2# $$a Síðan skein sól (hljómsveit)
110 2# $$a Beatles (hljómsveit)
Félög
110 2# $$a Félag stjórnenda leikskóla
110 2# $$a Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
110 2# $$a American Library Association
Mannvirki (hús, virkjanir)
110 2# $$a Harpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)
110 2# $$a Norræna húsið
110 2# $$a Búrfellsvirkjun
110 2# $$a Fljótsdalsvirkjun
110 2# $$a Kárahnjúkavirkjun
Almenningsgarðar
110 2# $$a Grasagarður Reykjavíkur
Skip
110 2# $$a Gullfoss (skip)
110 2# $$a Goðafoss (skip)
110 2# $$a Pourquoi-Pas? (skip)
110 2# $$a Vasa (herskip)
Leiðbeiningar / Um sviðið
Val á staðfestri nafnmynd skipulagsheildar
Oft getur reynst erfitt að velja rétta nafnmynd skipulagsheildar. Nafnmyndir stofnana geta verið til í fleiri en einni mynd og á nokkrum tungumálum. Þar að auki geta heiti stofnana breyst, stundum oftar en einu sinni.
Komi ekki fram í heiti skipulagsheildar um hverskonar starfsemi sé að ræða þarf að greina það í sviga með viðeigandi orði/heiti/hugtaki (qualifier). Stuðst er við stýrðan orðaforða, sjá lista yfir aðgreiningar.
Mikilvægt er að aðgreina heiti skipulagsheilda, frá sömu eða svipuðum landfræðiheitum eða mannanöfnum. Veljið alltaf sérheiti sem nafnmynd fremur en tegund skipulagsheildar, sbr. Hagaborg (leikskóli), Codex (forlag), Hólar (forlag).
Aðgreining í sviga (qualifier) má ekki vera of þröng, nema hætta sé á að tvö eða fleiri heiti falli saman.
Skipulagsheild og undirstofnun
Notið saman yfirheiti og þrengstu einingu ef hægt er, en sleppið millieiningu (helst ekki þrefalda einingu). Til dæmis:
110 2# $$a Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.$$b Rannsóknasetur um smáríki, en ekki 110 2# $$a Háskóli Íslands. $$b Alþjóðamálastofnun. $$b Rannsóknasetur um smáríki