880 - Önnur myndræn framsetning (Alternate Graphic Representation) (R)
Í sviðið er fært sama innihald og í tengdu sviði á öðru letri. Svið 880 er tengt við annað svið í sömu færslu með tengideilisviðinu $$6. Til að sviðin tengist þarf einnig að bæta deilisviði $$6 í sviðið sem á að tengja við. Í Gegni er sviðið notað til þess að setja upplýsingar um titil og ábyrgðaraðild sem eru umritaðar í sviði 245 fram á upprunalegu letri. Sviðið er hægt að tengja við hvaða marc21 svið sem er ef þörf þykir á að sýna upplýsingar einnig á upprunalegu letri.
Vísar
Bæði fyrri vísir og síðari vísir er sá sami og í tengdu sviði
Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu
$$a-z Samsvarandi deilisvið og í tengdu sviði
$$0-5 Samsvarandi deilisvið og í tengdu sviði
$$6 Tengisvið - í tengisviðið fer sviðstákn þess sviðs sem á að tengja við ásamt samsvarandi tveggja stafa tölu sem segir til um hvaða 880 svið skuli tengja við viðkomandi svið.
Dæmi
Bók á úkraínsku með kyrillísku letri
240 10 $$a Um tímann og vatnið. $$l Á úkraínsku
245 10 $$6 880-01 $$a Dovkola chasu i vody / $$c Andri Snær Magnason ; pereklad z islandskoï Vitaliy Kryvonis.
880 10 $$6 245-01 $$a довкола часу і води / $$c Aндрі Cнайр Mагнасон ; Переклав з ісландської Віталій Кривоніс
Bók á arabísku með arabísku letri
240 10 $$a Dimma. $$l Á arabísku
245 10 $$6 880-01 $$a al-Ẓalām / $$c Rājinar Jōnāsin ; Tarjama: Īmān Muḥammad Najīb
880 10 $$6 245-01 $$aالظلام / $$cراجنر جو ناسن ; ترجمة: إيمان محمد نجيب
Sótt færsla þar sem 880 svið eru tengd við fleiri svið en 245 (má halda inni við vistun í Gegni)
245 10 $$6 880-02 $$a U svitli svitjakiv. $$n Knyha druga, $$p Pošuky vidpravnyka / $$c Olha Voitenko.
880 10 $$6 245-02 $$a У світі світляків. $$n Kнига друга, $$p Пошуки відправника / $$c Ольга Войтенко.
246 30 $$6 880-04 $$a Pošuky vidpravnyka
880 30 $$6 246-04 $$a Пошуки відправника
490 0# $$6 880-05 $$a Naše fentezi ; $$ v2
880 0# $$6 490-05 $$a Наше фентезi
Leiðbeiningar / Um sviðið
Sviðið er hægt að færa inn handvirkt og þá þarf að passa að upplýsingar í $$6 í báðum sviðum séu réttar þannig að sviðin tengist við vistun. Þegar færslan er vistuð hverfur sviðstáknið 880 og sviðið birtist beint fyrir neðan sviðið sem það er tengt við. $$6 hverfur einnig úr báðum sviðum við vistun.
Einnig er hægt að færa sviðið inn með því að hafa bendilinn í sviðinu sem á að tengja við. Fara svo í Breytingaraðgerðir – Bæta við annarri myndrænni framsetningu – velja leturgerð. Þá birtist sviðið fyrir neðan sviðið sem á að tengja við en skrásetjari sér hvorki sviðstákn né deilisvið $$6 þar sem kerfið hefur þegar sett það inn og gert ósýnilegt.
Upplýsingarnar í sviði 880 birtast strax í stuttri færslu við leit bæði í Ölmu og á Leitir.is ásamt upplýsingum úr sviði 245. Þetta nýtist notendum sem leita að efni sem er á örðu letri en latnesku því þeir sjá textann eins og þeir eru vanir að lesa hann en ekki einungis umritaðan fyrir á latínuletur. Svið 880 er ekki skilda í bókfræðifærslum í Gegni en ef skrásetjari hefur tök á að setja þar inn titil á því letri sem bókin sjálf er á hjálpar það notendum. Ekki þarf að endurtaka allt sem er í sviði 245 í sviði 880, í einhverjum tilfellum er nóg að setja inn titil en ekki ábyrgðaraðild.
Reglur um umritanir og hjálpartól er að finna hér.