#
×
Forsíða» MARC21 bókfræði» 8XX - Leit: ritröð, vefslóð»  810 - Ritröð skipulagsheildar
810 - Ritröð skipulagsheildar (Series Added Entry-Corporate Name) (R)

Í sviðið er fært inn leitaratriði fyrir ritröð skipulagsheildar.

Notað með sviði 490, sem inniheldur titil ritraðar eins og hann stendur á riti. Samræmt heiti (stofnun + titill + önnur svið sem eiga við) fer í 810.


Vísar

Fyrri vísir
1 Nafn stjórnsýsluumdæmis (ríkis, sýslu, sveitarfélags o.s.frv.)
2 Nafn skipulagsheildar (fyrirtækis, félags o.s.frv.)

Síðari vísir
# Óskilgreindur


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Skipulagsheild/stofnun (Corporate name or jurisdiction name as entry element) (NR)
$$b Undirstofnun (Subordinate unit) (R)
$$t Titill ritraðar (Title of a work) (NR)
$$x ISSN, skráð þótt ekki standi á riti (International Standard Serial Number) (NR)
$$v Númer bindis (NR)


Dæmi

490 1# $$a Vísindafélag Íslendinga (Societas scientiarium Islandica). Ráðstefnurit, $$x 1010-7193 ; $$v nr. 5
810 2# $$a Vísindafélag Íslendinga. $$t Ráðstefnurit Vísindafélags Íslendinga, $$x 1010-7193 ; $$v 5

490 1# $$a Skýrsla, $$x 1670-8261 ; $$v VÍ 2009-005
810 2# $$a Veðurstofa Íslands. $$t Skýrslur Veðurstofu Íslands, $$x 1670-8261 ; $$v 2009-005

490 1# $$a Íslenskar orkurannsóknir ; $$v ÍSOR-2022/007
810 2# $$a Íslenskar orkurannsóknir. $$t ÍSOR ; $$v ÍSOR-2022/007


Leiðbeiningar / Um sviðið

Staðlað heiti ritraðar er sótt í nafnmyndaskrá með því að velja F3. F3 opnar nafnmyndaskrá Gegnis (CIL) og býður líka upp á að sækja nafnmynd í Library of Congress (LCNAMES) eða í höfðalista úr bókfræðifærslum. Athugið að þegar flettilistinn F3 er opnaður, sýnir hann eingöngu nafnmyndir og höfuð sem eiga við um það marksvið sem notað var til uppflettingar. Ekki er hægt að skoða nafnmyndir sem eiga við svið 810 ef flett er upp í nafnmyndum frá sviði 830 í bókfræðifærslu. 

Sé um að ræða íslenska ritröð sem til er í nafnmyndaskrá Gegnis á alltaf að velja þá nafnmynd fram yfir aðra möguleika. Sé nafnmyndin ekki til í nafnmyndaskrá Gegnis, er höfðalisti skoðaður og heitið valið þar. Ef heiti ritraðar finnst hvorki í nafnmyndaskrá né höfðalista er heiti ritraðar slegið inn í bókfræðifærsluna. 

  • Sé heiti stofnunar á tveimur tungumálum á viðfanginu eða ýmist sett fram á íslensku og erlendu tungumáli á ritum í ritröðinni er íslenska heitið tekið upp sem samræmt heiti í 810

  • Tilheyri viðfangið fleiri en einni ritröð má endurtaka sviðið eftir þörfum 

  • Merkingarlausir titlar: Margar stofnanir gefa út ritraðir undir titlunum Rit, Ritröð, Ritsafn, Skýrslur, Þýðingar o.fl. Ritröðin er í sumum tilvikum án titils, en e.t.v. auðkennd með forskeyti fyrir framan ritraðarnúmer. Í slíkum tilvikum má nota forskeytið sem ritraðartitil í deilisviði t. Dæmi: 810 2# $$a Veiðimálastofnun. $$t VMST-R ; $$v VMST-R/0409

  • Haft er að leiðarljósi að samræmdur titill í 810 $$t, sem valinn er fyrir ritröð, sé líklegt og eðlilegt leitaratriði. Ef eitt hefti í ritröð ber heitið Rit, þar sem önnur hefti í sömu ritröð bera heitið Ritröð er Rit sett í 490 $$a en Ritröð í 810 $$t

Athugið: til þess að gera ritraðir skipulagsheilda (svið 810) leitarbærar, þarf að greina þær frá stöðluðu heiti skipulagsheildarinnar sem gefur þær út (svið 110 og 710). Það er gert með því að færa sérheiti ritraðarinnar í deilisvið t og/eða ISSN númer ritraðarinnar í deilisvið x. Notið ekki nafnmynd strípaða nafnamynd skipulagsheildar til að gera ritröð leitarbæra.

Á myndinni má sjá nafnmyndafærslu fyrir skipulagsheild (blár rammi) og nafnmyndafærslu fyrir ritröð skipulagsheildarinnar (rauðu rammarnir - þar sem efri ramminn er valmyndin og sá neðri frávísun)

Nafnmyndafærsla ritröð

 

Ritraðir á vegum Háskóla Íslands: Stofnanir Háskóla Íslands fá eigið heiti í ritraðartitli (ekki Háskóli Íslands. xxx)
490 1#  $$a Raunvísindastofnun Háskólans ; $$v RH-23-98
810 2#  $$a Raunvísindastofnun Háskólans. $$t RH ; $$v RH-23-98

Síðast breytt: 29.09.23