#
×
856 - Rafrænn aðgangur (Electronic Location and Access) (R)

Í sviðið eru færðar inn upplýsingar sem þarf til að finna og nálgast rafræna viðfangið, starfæna endurgerð á prentuðu efni, eða fylgi- og ítarefni.

Athugið að upplýsingar um aðgang að rafrænu efni þarf líka að færa inn í rafrænar möppur (portfolios).


Vísar

Fyrri vísir
4 vefslóð

Síðari vísir
0 Eingöngu rafræn útgáfa
1 Stafræn endurgerð á prentuðu efni
2 Fylgiefni eða ítarefni


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$u Vefslóð
$$z Skýringartexti, t.d. Heildartexti
$$s Skráarstærð – skammstafað með hástöfum, t.d. KB, MB, GB o.s. frv.
$$q Skráarsnið – skyldusvið fyrir rafrænt efni


Dæmi

Síðari vísir 0 (eingöngu rafræn útgáfa)
856 40
$$u http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/mat_a_aranrgi_af_olweusarverkefni_uttekt.pdf
$$z Heildartexti
$$s 338 KB
$$q PDF


Síðari vísir 1 (eingöngu stafræn endurgerð af prentuðu efni)
856 41
$$u http://baekur.is/bok/000155104/Hagskinna
$$z Heildartexti - Bækur.is

Síðari vísir 2 (rafrænt ítarefni)
856 42
$$u http://www.nesutgafan.is/Add&CorrRIO.pdf
$$z Leiðréttingar og viðaukar
$$s 1,03 KB
$$q PDF

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Athugið að efni sem kemur út bæði á prenti og rafrænt þarf að skrá í sitthvora færsluna. Þ.e. ekki skal hengja vefslóð fyrir rafræna útgáfu á færslu fyrir prentað efni.

Texti sem fer í deilisvið $$z
$$z Heildartexti 
$$z Bókarkafli
$$z Efnisyfirlit
$$z Útdráttur
$$z Fylgiefni
Annað sem skrásetjari ákveður

Síðast breytt: 09.08.22