#
×
Forsíða» MARC21 bókfræði» 8XX - Leit: ritröð, vefslóð»  800 - Höfundargreind ritröð
800 - Höfundargreind ritröð (Series Added Entry-Personal Name) (R)

Í sviðið er fært inn leitaratriði fyrir höfundargreinda ritröð.
Notað með sviði 490, sem inniheldur titil ritraðartitils eins og hann stendur á riti. Samræmt heiti (Einstaklingur + titill + önnur deilisvið sem eiga við) fer í 800.


Vísar

Fyrri vísar
0 Erlent fornafn 
1 Erlent ættarnafn 
3 Stakt ættarnafn (ætt) 
4 Íslenskt nafn

Síðari vísir
# Óskilgreindur


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Nafn – strengur (Personal name) (NR)
$$b Númer sem fylgir nafni kóngafólks og páfa (Numeration) (NR) 
$$q Uppleyst skammstöfun nafns, afmörkuð með sviga. Ekki skylda að nota við frumskráningu nafns  (Fuller form of name) (NR)
$$c Tignarheiti útlendinga, afmarkað með kommu (Titles and other words associated with a name) (R) 
$$d Fæðingar- og dánarár (Dates associated with a name) (NR) 
$$c Auðkenni, afmarkað með sviga, t.d. starfsheiti, dulnefni, eiginnafn höfundar sem notar dulnefni (Titles and other words associated with a name) (R) 
$$t Titill ritraðar (Title of work) (NR)
$$v Númer bindis (NR)


Dæmi

Í eiginlegri ritröð er 490 svið notað
490 1# $$a Útkall ; $$v 30
800 4# $$a Óttar Sveinsson $$d 1958-. $$t Útkall (bókaflokkur) ; $$v 30

Nafn sögupersónu notað sem heiti á óeiginlegum bókaflokki. Ekkert 490 svið en sögupersónu getið í 600
600 47 $$a Hörður Grímsson $$c (sögupersóna) $$2 cil
800 4# $$a Stefán Máni $$d 1970-. $$t Hörður Grímsson (bókaflokkur) ; $$v 2


Leiðbeiningar / Um sviðið

Óeiginlegir bókaflokkar/ritraðir eru skáldverk sem tilheyra sama sagnaheimi en ekki eru upplýsingar um eiginlega ritröð á ritunum. T.d. bækur Arnaldar Indriðasonar um Erlend Sveinsson. Þar sem líklegt er að lesendur vilji lesa bækur sem tilheyra sama sagnaheimi í þeirri röð sem rithöfundur ætlaði eru upplýsingar um óeiginlega bókaflokka settar í færslur í Gegni. Í slíkum tilfellum er ekki sett 490 svið með sviði 800 þegar engar upplýsingar um ritröð eru á ritinu sjálfu.
Í einhverjum tilfellum er nafn sögupersónu notað sem heiti á ritröð og er hennar þá einnig getið í 600.

Síðast breytt: 27.05.24