#
×
Forsíða» MARC21 bókfræði» 3XX - Umfang og form»  382 - Hljóðfæri / rödd
382 - Hljóðfæri / rödd (Medium of Performance) (R)

Sviðið er notað í nótnaskráningu í það eru færðar upplýsingar um flytjendur, þ.e.a.s. hvaða hljóðfæri og raddir koma fram í tónverkinu og fjölda þeirra.


Vísar

Fyrri vísir
0 Hljóðfæri / raddir
1 Hljóðfæri / raddir, ófullnægjandi skráning

Síðari vísir
# Óskilgreindur


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Hljóðfæri / raddir (Medium of performance) (R)
$$b Einleikur / einsöngur, aðeins með undirleik í sviði $$a (Soloist) (R)
$$n Fjöldi flytjenda (Number of performers of the same medium) (R)
$$p Annað hljóðfæri / söngrödd. Hægt að velja milli hljóðfæra í sömu útsetningu (Alternative medium of performance) (R)
$$s Samanlagður fjöldi flytjenda (Total number of performers) (NR)
$$v Athugasemdir sem ekki koma fram annars staðar (Note) (R)

Ýtarlegri upplýsingar er að finna hjá Yale University Library


Dæmi

Tónverk fyrir klarínettu, tvö horn, fiðlu, víólu og selló
048 ## $$a wn $$a bn $$a sn
382 0# $$a klarínetta $$n 1 $$a horn $$n 2 $$a fiðla $$n 1 $$a víóla $$n 1 $$a selló $$n 1 $$s 6
500 ## $$a Fyrir klarínettu, tvö horn, fiðlu, víólu og selló

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Hvert tónverk skal eiga sitt 382 svið. Það má endurtaka sviðið ef um mörg tónverk er að ræða í sama viðfangi.

Muna þarf að kóða í sviði 048 en þar er kóðun einföld.

382 sviðið á alls ekki að nota fyrir mismunandi útsetningar.

Skrá skal heiti og fjölda hljóðfæra á íslensku. Stuðst við efnisorðalykil.
-Skrá skal heiti raddar og nota orðin soprano, alto, tenor, bass. Jafnframt skal nota staðlaðar skammstafanir ef verkið er ekki fyrir eina rödd, t.d. $$v SATB
-Ekki skal tilgreina fjölda hljóðfæra / radda ef það er óþekkt
-Ekki skal skrá fjölda hljóðfæra í sinfóníuhljómsveit, strengjasveit eða öðrum sveitum
-Skráið einleik / einsöngsrödd í $$b. Notið $$b aðeins þegar undirleikur fylgir. Einstaka rödd eða hljóðfæri skal skrá í $$a
-Skráið heildarfjölda hljóðfæra og radda í $$s
-Ef ekki er hægt að skrá fullnægjandi skráningu á hljóðfærum / röddum skal nota fyrri vísi 1

Síðast breytt: 09.06.22