#
×
300 - Umfang (Physical Description) (R)

Í sviðið er færð inn lýsing á umfangi viðfangs

 


Vísar

Fyrri vísir
# Óskilgreindur

Síðari vísir
# Óskilgreindur


 

Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Umfang (lengd), fjöldi árganga (Extent) (R)
$$b Myndefni, hraði á hljómplötum (Other physical details) (NR)
$$c Stærð (Dimensions) (R)
$$e Fylgiefni (+ á undan) (Accompanying material) (NR)

 


Dæmi

Blaðsíðutal með rómverskum tölum er greint með lágstöfum
300 ## $$a vii, 320 bls. : $$b myndir ; $$c 25 sm

Rit með óreglulegu blaðsíðutali
300 ## $$a 121 bls. með óreglulegu blaðsíðutali : $$b myndir, kort, töflur ; $$c 30 sm

 

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Hljóðbækur og hljóðrituð tónlist
Nota skammstafanir fyrir tíma (klst., mín.) og ytri gerð (CD, MP3, EP, LP)

Í deilisvið $$e á eingöngu að skrá fylgiefni og er settur plús í síðasta deilisvið á undan. Ekki skal skrá tungumál bæklings þar heldur í 041 og 546.

Kort
Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu:
$$a Umfang:
- Staðfræðikort
- Þemakort
- Sjókort
Staðfræðikort eru hefðbundin landakort en þemakort eru t.d. jarðfræðikort, gróðurkort, göngukort og fleiri
$$b Myndefni
- litað
- ólitað
Mikill meirihluti korta er í lit
$$c Stærðarmál
Fyrst lóðrétt (hæð) stærð og svo lárétt (breidd)
$$e Fylgiefni (+ á undan)

Kvikmyndir
Skammstafanir einskorðast við tíma, mælieiningar o.fl. hefðbundnar skammstafanir (klst., mín., sm).

Ef DVD og Blu-ray er saman í hulstri, skal endurtaka svið 300 fyrir hvort form

Tímarit
Fyrirsögnin Lýsing birtist á Leitir.is
Notað ef tímaritið er hætt útkomu og vitað er hversu margir árgangar komu út

Deilisvið:
$$a – Fjöldi árganga (R)

Spil og leikföng
Í deilisvið $$e er skráð fylgiefni og er settur plús í síðasta deilisvið á undan. Ekki skal skrá tungumál bæklings þar heldur í svið 041 og 546.

Ef innihald spils/púsluspils er mjög yfirgripsmikið og ekki hægt að skilgreina á góðan hátt, er hægt að skrá lágmarksupplýsingar í 300 sviðið (t.d. 300 $$a 1 borðspil eða 1 púsluspil) og færa nákvæma innihaldslýsingu í 500. Við mælum með því að nota þetta einungis ef ekkert annað er hægt að gera. Góð umfangslýsing hjálpar starfsfólki safna að sjá hvort spilið sé heilt.

Gagnasett
Allir hlutar gagnasettsins eru taldir upp í 300 $$a og umfang umbúnaðar í 300$c. Gagnlegt getur verið að færa fremst inn lágmarksupplýsingar (1 gagnasett) og færa svo nánari lýsingu í sviga fyrir aftan:
300 $$a 1 gagnasett (32 plastkubbar, 20 seglar, 2 plastaðir leiðbeiningabæklingar) ; $$c í öskju 30 x 30 x 30 

Síðast breytt: 07.12.23