#
×
490 - Ritröð (Series Statement) (R)

Í sviðið er færð inn lýsing á ritröð eins og upplýsingarnar eru settar fram í heimild lýsingar. Athugið að sviðið birtist ekki í stuttri færslu í Gegni. Til þess að ritraðarupplýsingar séu sýnilegar þeim sem leitar, þarf að færa þær inn í svið 810/830 


Vísar

Fyrri vísir
0 Ritröð ekki gerð leitarbær (ekkert 8XX svið)
1 Ritröð gerð leitarbær skv. aukafærslu í sviði 810 eða 830

Síðari vísir
# Óskilgreindur

 


Helstu deilisvið og röð þeirra í færslu

$$a Titill ritraðar - eins og stendur á viðfangi, einnig ábyrgðaraðild ef við á (Series statement) (R)
$$x ISSN númer ritraðar (International Standard Serial Number) (R)
$$v Númer - eins og stendur á viðfangi (Volume/sequential designation) (R) (á einungis við í tímaritaskráningu ef hvert tölublað hefur sama ritraðarnúmer)

 


Dæmi

Sami titill í 490 og 830
490 1# $$a Tema Nord, $$x 0908-6692 ; $$v 2011:505
830 #0 $$a Tema Nord, $$x 0908-6692 ; $$v 2011:505

Greinir tekinn upp í 490 eins og stendur á riti og síðari vísir í 830 undanskilur greini við röðun
490 1# $$a The great centuries of painting
830 #4 $$a The great centuries of painting

 

Fleiri dæmi


Leiðbeiningar / Um sviðið

Titill ritraðar er tekinn upp stafrétt af heimild lýsingar
Númer ritraðar er tekið upp eins og það kemur fyrir á heimild lýsingar en skal ritað með serkneskum tölustöfum

Ef heiti stofnunar kemur fram í titli ritraðar er hún gerð leitarbær með sviði 810
Aðrar ritraðir eru gerðar leitarbærar með sviði 830

Ritraðir stofnana – merkingarlausir titlar
Margar stofnanir gefa út ritraðir undir titlunum Rit, Ritröð, Ritsafn, Skýrslur, Þýðingar o.fl. Það sem greinir þessar ritraðir að er stofnunin sem að þeim stendur. Ef ritraðartitill stofnunar er ekki merkingarbær en á að vera leitarbær þarf að leysa hann upp og skrá samræmt heiti (stofnun + titill eða einungis stofnun) í svið 810.

Ef eitt hefti í ritröð ber heitið Rit, þar sem önnur hefti í sömu ritröð bera heitið Ritröð er Rit sett í 490 en Ritröð í 810 $$t

Hljóðbækur og hljóðrituð tónlist
Ritraðir koma ekki oft fyrir í hljóðritaskráningu en ef þær eru til staðar á nota svið 490/830.

Nótur
Ritraðir koma ekki oft fyrir í nótnaskráningu en ef þær eru til staðar skal alltaf skrá þær. Passið að rugla ekki saman við útgáfunúmer sem oft lítur út eins og ritröð.

Tölvuleikir
Seríutitla (Franchise title) sem teknir eru upp sem hluti aðaltitils í sviði 245 $$a, þarf ekki að endurtaka sem ritraðartitla í sviði 490

Síðast breytt: 19.12.23