Spænsk og portúgölsk nöfn
Venjan er að spænsk og portúgölsk eftirnöfn samanstandi af eftirnafni föður og móður, getur líka verið eftirnafn eiginmanns (ekki algengt). Í daglegu máli nota Spánverjar oftast fyrra eftirnafn en Portúgalar síðara eftirnafnið.
Spænsk nöfn
Venjulega kemur eftirnafn föður á undan en það getur verið breytilegt.
Meginreglan er sú að spænsk nöfn raðast á fyrra eftirnafn.
Dæmi
Röð nafnliða: Skírnarnafn - eftirnafn föður - eftirnafn móður eða eftirnafn eiginmanns
Framsetning nafnmyndar: Fyrra eftirnafn síðara eftirnafn, skírnarnafn
Carlos Ruiz Zafón er skráður Ruiz Zafón, Carlos
Undantekningar frá reglunni er t.d. Pablo Ruiz Picasso en hann er þekktari undir sínu síðara eftirnafni.
Pablo Ruiz Picasso er skráður Picasso, Pablo
Nafnmyndaskrá spænska þjóðbókasafnsins
Portúgölsk nöfn
Venjan er að eftirnafn móður kemur á undan eftirnafni föður en það getur verið breytilegt. Meginreglan er sú að portúgölsk nöfn raðast á síðara eftirnafn.
Dæmi
Röð nafnliða: Skírnarnafn - eftirnafn móður eða eftirnafn eiginmanns - eftirnafn föður
Framsetning nafnmyndar: Síðara eftirnafn, skírnarnafn fyrra eftirnafn
Sofia de Melo Breyner Andresen er skráð Andresen, Sofia de Melo Breyner