Asísk mannanöfn
Asísk mannanöfn eru ekki öll skráð með sama hætti, skráning þeirra getur verið mismunandi eftir þjóðerni höfunda
Kínversk nöfn
Kínversk málvenja er að eftirnafn kemur á undan fornafni
Framsetning á nafnmynd í Gegni: Eftirnafn, fornafn (með kommu á milli)
Dæmi
Seng (eftirnafn) Ts'an (fornafn)
Á riti stendur Seng Ts'an
Skráð í Gegni Seng, Ts'an
Kínverskir höfundar sem búa á Vesturlöndum
Kínverska málvenjan á ekki við um kínverska höfunda sem búa á Vesturlöndum eða skrifa á vestrænum tungumálum.
Dæmi
Amy (fornafn) Tan (eftirnafn)
Á riti stendur Amy Tan
Skráð í Gegni Tan, Amy
Víetnömsk nöfn
Víetnömsk málvenja er að eftirnafn kemur á undan fornafni
Framsetning á nafnmynd í Gegni: Eftirnafn, fornafn (með kommu á milli)
Dæmi
Tran (eftirnafn) Khanh (fornafn)
Á riti stendur Tran Khanh
Skráð í Gegni Tran, Khanh
Tælensk nöfn
Tælensk málvenja er að fornafn kemur á undan eftirnafni
Framsetning á nafnmynd í Gegni: Fornafn eftirnafn (sleppa kommu)
Dæmi
Pira (fornafn) Sudham (eftirnafn)
Á riti stendur Pira Sudham
Skráð í Gegni Pira Sudham
Japönsk nöfn
Japönsk málvenja er að fornafn kemur á undan eftirnafni
Framsetning á nafnmynd í Gegni: Eftirnafn, fornafn (með kommu á milli)
Dæmi
Mitsuyo (fornafn) Kakuta (eftirnafn)
Á riti stendur Mitsuyo Kakuta
Skráð í Gegni Kakuta, Mitsuyo