Íslensk nafnahefð
Meginreglan er sú að skrá nöfn Íslendinga samkvæmt íslenskri nafnahefð. Íslensk nöfn eru skráð í einum streng í 100 4# $a þar sem fornafn er haft fyrst, svo millinafn sé það til staðar og loks föðurnafn/eftirnafn. Erlend nöfn eru skráð eftirnafn, fornafn í 100 1# $a nema óskað hafi verið eftir því af viðkomandi aðila að nafn þeirra sé sett fram samkvæmt íslenskri nafnahefð eða sterk rök liggja fyrir að skrá viðkomandi eftir íslenskri nafnahefð
Í nafnmyndaskránni er vísað frá erlendri framsetningu nafnsins. Báðar nafnmyndirnar eru þá leitarbærar.
Dæmi
Erlend nöfn sett fram samkvæmt íslenskri nafnahefð
$$a Manuela Wiesler $$d 1955-2007
Í nafnmyndaskrá er frávísunin $$a Wiesler, Manuela, $$d 1955-2007
$$a Wolfgang Edelstein $$d 1929-2020
Í nafnmyndaskrá er frávísunin $$a Edelstein, Wolfgang, $$d 1929-2020
Erlend viðsnúin nafnmynd
$$a Schmidt, Joachim B. $$d 1981-
Í nafnmyndaskrá er frávísun samkvæmt íslenskri nafnahefð $$a Joachim B. Schmidt $$d 1981-