#
×

Skráning á rafrænu efni og rafrænar möppur (portfolio) í landskjarna


Posted by: hallfridurk

Rafrænar möppur (portfolio) eru nauðsynlegar til þess að gera rafrænt aðgengi sýnilegt notendum, bæði í Gegni og á Leitir.is

Til þess að einfalda utanumhald um rafrænar möppur hefur verið tekin ákvörðun um eftirfarandi: 

Vefútgáfa sem er opin öllum og á erindi í alla/marga safnakjarna (t.d. veflægar opnar skýrslur og kennslubækur) fær eina rafræna möppu í landskjarna. Með þessu er tryggt að rafrænt aðgengi að efninu megi gera sýnilegt í öllum safnakjörnum, hvort sem er í Gegni eða á Leitir.is. 

Rafræn mappa í landskjarna verður til þegar:

  • Rafrænt viðfang er skráð með hefðbundnum hætti og inniheldur að auki deilisviði 939$$f nzp
  • Færslan þarf að innihalda virka vefslóð í sviði 856 40 $$u 
  • Sjálfvirk kerfiskeyrsla sér um að búa til rafræna möppu í landskjarna fyrir hverja færslu sem inniheldur þessar merkingar - þetta gerist ekki um leið og færsla er vistuð, heldur í lok hvers dags

Sjá upplýsingar um rafrænar möppur hér og um svið 939 hér 

Athugið að séráskriftir og rafræn útgáfa sem eingöngu er aðgengileg notendum tiltekins safns, fær rafræna möppu í sínum safnakjarna en ekki í landskjarna. Þessar leiðbeiningar eiga því ekki við þegar slíkt efni er skráð/virkjað.  

 

Posted by: hallfridurk
Oct 2, 2023
Síðast breytt: 17.11.23